Kákasus dagur 1

<![CDATA[

Kákasus dagur 1
Reykjavík, Iceland

Reykjavík, Iceland


Kakasus dagur 1,,Og lífið allt er ein endalaus bið segir i dægurlagatextanum, og ég bíð og bíð. Fyrst bíð ég eftir ferðinni, bókaði í október, farið í maí og loksins þegar sú bið erá enda taka við aðrar biðir, eða er bið ekki til í fleirtölu. Ég beið eftir að flugið tæki enda og nú bíð ég eftir að næsta flug hefjist, 3 tíma bið eftir vélinni til Vínarborgar og við bíðum og bíðum eftir að staðfesting á brottfararhliði birtist á skjánum. ,,Waiting for gate,, stendur þar enn. Annars var flugið fínt, gott veður og útsýnið yfir Færeyjar frábært. Ég hef aldrei flogið svona lágt og svo nálægt þeim fyrr að ég hafi séð nokkurn skapaðan hlut þar. Það sem ég sá í dag gerir mig nokkuð ákveðna í að fara þangað í sumar. Danmörk hefst á lágum flatlendum eyjum og við tekur lágt og flatlent Jótland og þegar vélin lækkar flugið til Kaupannahafnar fljúgum við niður á milli fannhvítra fisléttra skýjabólstra. Danmörk er græn, það er sólskyn og ótrúlega fallegt að svífa niður á milli skýjanna, niður yfir sjóinn þar sem vindmyllugirðingar standa í sundinu. Og við bíðum enn. Eftir bið á Kastrup fljúgum við til Vinarborgar og bídum þar enn. Fáum að skoða fríhöfnina og their sem ekki voru tékkaðir inn alla leið strax i Keflavik láta tékka sig i siðasta áfangann og svo tekur síðasti og lengsti leggurinn við. Það er myrkur og flestir ná að sofna aðeins. Flugstöðin i Baku er frekar kuldaleg og bidraðirnar sem myndast við vegabrefatékkunina ganga hægt. Einn fær ekki stimpil en gerir ekki athugasemdir við það. Honum hefnist fyrir seinna. Svo tekur við biðin eftir töskunum og meðan við biðum fær reykingfólkið sinn langþráða öskubakka, Það má reykja við eina súluna i flugstöðinni og þar híma nokkrir islendingar og anda djúpt að sér reyknum tegar töskurnar fara að koma á bandið. Foringinn þarf auðvitað að benda okkur á rétt vinnubrögð og arkar med sigarettuna að bandinu og þar sem hún talar og bendir slær hún öskuna af sigarettunni a gólfið. Það er hneysa og einkennisbúinn Azeri snarast að henni og sektar hana um 5 dollara sem breytas skyndilega i 50 dollara þegar hún dregur upp veskið. Það er fyllt út eydublað med syndalista Jóhönnu Kristjónsdóttur í Azerbaijan. Ein taskan skilar sér ekki úr fluginu og það tekur eilífðartima að fylla út allar skýrslur þar að lútandi og loksins þegar við komum heim a hótel er klukkan ordin fimm um morgunin, eitt að islenskum tima.


]]>

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s