Til Shakji

<![CDATA[

Til Shakji
Shakji, Azerbaijan

Shakji, Azerbaijan


4. maí.Í dag eftir góða sturtu í ísköldu herberginu á Duyman tók við þras um hvort við hefðum greitt eða ekki greitt vínið sem sum okkar drukku með kvöldmatnum og að því loknu, morgunverður og brottför. Venjubundinn fyrirlestur Narim svæfið mig fljótlega en reyndar ekki fyrr en við höfðum skoðað lítið en gott safn í þorpi sem ég náði ekki nafninu, en var frædd um þá staðreynd að hér hefði verið byrjað að búa til gler strax á 9. öld en ekki í Evrópu fyrr en á þeirri 14. Ég upplifiði mig eins og geimveru á furðudýrasýningu þegar börnin úr skólanum sem stendur við hlið safnsins þyrptust í kringum okkur hlægjandi, bendandi, talandi og skrýkjandi. Sluppum nú samt í rútuna án skaða og héldum áfram akstrinum eftir Silkileiðinni og kýr og annar búfénaður kippti sér ekki hætishót við flautið í bílstjóranum, lölluðu þó út í kantinn með yfirveguðu rólæti í svipnum. Ég horfði á snæviþakin Kákasusfjöllin gnæfa yfir landið, halhnetu og heslihnetu tré stóði á ökrunum meðfram veginum. Valhnetutré má ekki rækta nálægt öðrum trjám, fræðir leiðsögumaðurinn okkur á, þau eitra jarðveginn. Svietin er búsældarleg go húsin reisulegri en áður. Ég sofna en heyri samt viðræður Foringjans og Narim um ferðatilhögun og á endanum þvertekur Foringinn fyrir það að leggja á okkur þriggja tíma akstur til að skoða e. stórmerkilega kirkju sem var á dagskránni og guðs lifandi fegin förurm við og skoðum í staðin fjári skrautleg höll í Shakji. Ég var svo ógáfuleg að taka ekki með mér myndavélina inn í höllina því það kostar einhver manöt að taka myndir í söfnum og af fyrri reynslu tel ég ólíklegt að þarna sé nokkuð sérstakt til að mynda. Mér skjátlaðist þar en í sárabætur kaupi ég nokkur póstkort með myndum úr höllinni


]]>

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s