Gareije

<![CDATA[

Gareije
Georgia, Georgia

Georgia, Georgia


Allir um borð í rútuna eina ferðina enn og nú er ekið í vesturátt og út í það sem hér er kallað eyðimörk. Reyndar tekur Soffía fram að hér hafi fyrr á öldum verið talað um eyðimörk þar sem engir byggju og þessi eyðimörk s´varla nema semi eyðimörk. þett svæði nokkru sunnar en það sem við fórum um þegar við komum frá Azerbaijan er mikið vínræktarsvæði og sjálf eyðimörkin er hvanngræn yfir að líta, grænar hæðir og hólar eins langt og augað eygir. En þarna rennur ekkert vatn, engir læki að árfarvegir sjást og þær tjarnir sem sjást eru að sögn mjjög saltar. Sjálfsagt verður svæðið gullt og þurrt þegar líður á sumarið. Einstaka íslendingur brosir örlítið yfirlætislega og segir ,,svo þetta kalla þeir eyðimörk“, þykjast sjálfsagt hafa séð eyðilegri eyðimerkur. Svæðið heitir Gareja og þar stendur klaustur sem var stofnað af heilögum Dvíð á 6 öldog kallað Davidgareja klaustur. Eftir langan akstur eftir þröngum og holóttum sveitavegum þar sem rútan rekur amk. einusinni afturendann niður og maður bíður eftir að toppurinn rifni af undir brúargólfum komum vð upp í hæðirnar og leiðin liggur framhjá litlu þorpi sem virðist að mestu vera í eyði. Flest öll húsin eru tvílyft og steinsteypt, grá og litlaus. Bygingarlagið innir mig á mörg hús sem voru byggð á Íslandi 1950-60, tvílyft með utanályggjandi steintröppum. Neðrihæðin hálfniðurgrafin. Algeng sjón í sumum íslenskum sjávarplássum. Skýringin á þessu þorpi sem virðist svolítið út úr kú þarna í eyðimörkinni er sú að yfirvöld á sovéttímanum fluttu fjallabúana niður á sléttuna og byggðu yfir þá þar. Flestir fjallammennirnir eru fluttir aftur upp í fjöllin segir Soffía okkur. Utan í löngum klettarana frammundan sjást byggingar og þessi klassísku varðturnar í hæðunum í kring. þarna er klaustrið komiðö og við göngum upp og inn í herlegheitin. klaustrið er sambland af hlöðnum byggingum og hellum. Kirkjan sjálf er neðsti hluti hárrar byggingar sem er hlaðin utan í klettaveggina og er að stórum hluta houð inn í klettinn sjálfan. Þar er gröf stfnanda klaustursins sem fór til Jerúsalem í pílagrímsferð og hirti 3 steina úr múrnum helga eða einhverjum öðrum helgum stað og ætlaði að hafa með sér heim til minja. Þegar hér var komið sögu ætlaði ég að leggja á minnið afganginn af sögunni og skrifa niður við tækifæri en það tækifæri leið hjá og í minnisstöðvum í mínum heila vottar ekki fyrir sögulokunum. En söguna um steinana þrjá og amk eina til (og kannski eina enn) fengum við að heyra af Heilögum Davíðog að því loknu hefst ganga á brattann. Eitthvað finnst okkur óljóst hvað að fara langt og leggjum því öll af stað nema aldursforsetinn sem er með stífan lið og leggur ekki fjallgöngur. Fljótlega sjá töv í viðbót sitt óvænna og ákveða að halda ekki lengra, við hin teljum kjark hvert í annað og höldum að þá mundi vera auðveldara að fara upp á hæðarbrúnina og niður hinumegin en snúa við eftir hálum, leirugum stígnum sem okkur er uppálagt að halda okkur á til að forðast snáka. Við ýtum, togum og leiðum þau elstu og hægt og bítandi þokast lestin upp á við. Þegar upp á brúnina er komið áttum við okkur á því að við ætlum niður hunumegin en þó ekki nema rétt niður fyrir brúinina en eins og ivð fréttum seinna erum við komin yfir landamærin við það og og það finnst okkur í þessum landamæralausu íslendingum stórmerkilegt. Vestan í hæðinni eru sandsteinsklettar og í þá hefur verið höggvið heilt klaustur sem er nú að stórum hluta hrunið og þar er eins og annarstaðar málað yfir freskurnar af kommúnistum. Þar sem fylkingin lötrar meðfram klettunum drögumst ivð nokkrar aftur úr og sinnum vökvalosun inni i´einhverjum hellinum. Háöldruð amma kveður upp úr mað það að allt þetta príl og klifur hafi þó gert henn það gott að nú sitji hún á hækjum sér eins og unglamb. Við fréttum svo utan að okkur að þessi fíni og stóri hellir sem við völdum okkur sé fornt bókasafn klaustursins og forðum okkur á eftir hópnum áður en nokkur kemst að því hvaða óvirðingu við höfum sýnt af okkur. Lofthræðsla, þreyta og óánægja með erfiða göngu bitnar á leiðsögumanninu sem er ekki alveg að átta sig á hversu erfitt þetta var fyrir stóran hluta hópsins og þett sama veldur því að við förum bara tævr hærra upp í klettana og sjáum þá þar það merkilegasta og heillegast í ferðinni, matsal klaustursins skreytt freskum frá 6. og 9. öld og einkennilegu borðin sem legið var á hnjánum við og hver diskur settur í rauf á borðinu. Munkarnir áttu ekki að sjá yfir bríkina milli diska svo menn væru ekki að bera saman skammtinn sinn. Við náum hópnum eftir þessa skoðun, prílum up á klettabrúina með hjálp einkennisklæddra manna sem birtast okkur þarna óvænt. Þetta reynist ekki svo óvænt eftir allt saman því þarna eru komnir tveir landamæraverðir á vakt og þeir leiðbeina okkur aftur inn í Georgíu. Ég má ekki mynda þá frekar en aðra landamæraverði. Leiðin liggur nú niður á við eftir þröngum moldarstíg sem er ekki eins auðveldur yfirferðar og hann virtist vera úr fjarlægð en öll komumst við niður og í rútunni biður nestið eftir okkur. Seinnipartinn erum við komin aftur til Tblisi og enn bíður okkar nýr veitingastaður með svipuðu veisluborði og þeir fyrri en þessi hefur til viðbótar heldur háværan söngvara sem nýtur þess að heyra í sjálfum sér. Okkur finnst hávaðinn í símalandi hópnum okkar yfriðnægur


]]>

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s