Keflavík-Trier

<![CDATA[

Keflavík-Trier
Trier, Germany

Trier, Germany


Brottför frá Keflavík klukkan 00:45 og á leiðinni á völlinn datt ferðafélögunum í hug að tékka á dagsetningunni á miðunum. ,,Ótrúlega margir ruglast á borttfarardögum þegar þeir fara í næturflug og mæta á völlinn sólahring og seint“ sagið einhver og þó ég væri búin að margtékka á og fara yfir brottfarir og komur fékk ég hnút í magann. Auðvitað var allt í lagi með okkar tímasetningu við mættum fyrir miðnætti 7.júní og flugum út í næturflugi sem lagið á stað 8. júní. Við lentum í Köln rétt fyrir sex og okkur til mikillar undrunar var ekkert tékk á farþegum við komu, ekki skoðuð vegabréf og ekkert tollhlið. Einn þriðji af hópnum var í nikótíninu og þurfti að taka beint strik út undir bert loft til að reykja. Ég verð ánægðari með það með hverju árinu að vera laus við nikótínharðstjórann. Bílaleigan var ekki opnuð fyrr en klukkan níu og við röltum upp og niður flugstöðvarbygginguna sem var að mestu mannlaus, ein kaffisala var þó opin og við fengum okkur þunnt kaffi og lögðum okkur síðan á bekki til að reyna að blunda þangað til bíllinn yrði afgreiddur. Sem betur fer tókst mér að dotta aðeins því ég hafði ekki sofið dúr í vélinni. Bílnum náðum við svo út með herkjum, misskilningi og tungumálaerfiðleikum um leið og Hertz opnaði en eitthvað voru kreditkortin að stríða okkur svo við enduðum með að sleppa viðbótartryggingunni á bílinn. Þegar bíllinn var fundinn var GPS tækið tekið upp úr handfarangri og nú kom í ljós að festingarnar til að halda því á góðum stað fyrir framan bílstjórann höfðu orðið eftir og það vakti ekki mikla ánægju bílstjórans sem nú var búinn að vaka í sólahring. Við leystum þett með því að ég hélt á tækinu og endursagði allar þess skipanir til öryggis. Við kunnum að sjálfsögðu ekkert á tækið og til að sjá hvernig það virkaði var ekki annað en komast út þar sem það náði gerfihnattasambandi og setja svo inn einhvern tilraunastað. Ég var með útprentaðar upplýsingar af ferdalangur.net og á einu blaðinu var staður á mótum Rínar og Mósel lofaður í hástert svo ég lagði til að við settum þetta nafn inn og skoðuðum svo eftir einvhern akstur hvort við héldum áfram þangað eða hvort það væri of langt úr leið því leiðinni var jú heitið eitthvert nálægt Svartaskógi. Ég hafði bent Ellu á að kaupa frekar landakort úti en í Leifsstöð en þar klikkaði ég herfilega því það voru engin kort eða bækur sjáanlegar til sölu á flugvellinum. GPS tækið lóðsaði okkur út af vellinum og inn á þjóðveg, ég átti von á að við færum yfir Rín og inn á þær slóðir sem ég var búin að vera að skoða á korti en stefnan var tekin með vinstri bakkanum í suður átt. Eftir nokkurn misskilning og aftur misskilning höfðum við ekið einhverja tugi kílómetra og ekki stoppað nema einu sinni við útskot þar sem við gátum reykt og keypt jarða- og kirsuber allt eftir smekk hvers og eins. Nokkrir kílómetrar voru eknir í viðbót og í stað þess að fara yfir ána á brú vorum við stödd við ferjulægi og ég var farin að átta mig á þvi að við þyrftum að fara betur yfir stillingarnar í leiðsögutækinu. Yfir fórum við og snerumst nokkra hringi í hæðum og hlíðum áður en við komum inn í lítið þorp þar sem ,,Resturant“ blasti við okkur og við ákváðum að nú skyldi tekið matarhlé enda klukkan orðin hálf tólf.


]]>

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s