Lesátakslisti 2015

Ég rakst á skemmtilegan lista og afar þægilega þýðingu á honum hjá einum þeirra fáu bloggara sem ég hef fylgst með í gegnum árin og bloggar enn. Ég tók listann traustataki og er að hugsa um að finna mér bækur til að lesa á árinu 2015. Bækur sem eru ekki á kennsluáætlun neins námskeiðs.

Listinn er í vinnslu og ég áskil mér rétt til að breyta honum eftir hentisemi minni hvenær sem er en allar ábendingar um heppilegt lesefni eru vel þegnar.

Listinn

1) Bók sem er lengri en 500 bls. -Hér verður 499 bls. bók látin duga.  Reisubók Guðrúnar Símonardóttur, eftir Steinunni Jóhannesdóttur. (lesin í desember 2015, engin færsla enn)

2) Sígild ástarsaga – Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen – Það er kominn tími ti að rifja þessa upp.

3) Bók sem varð að kvikmynd – Hobbitinn eftir Tolkien, síðasta myndin búin og komin tími á söguupprifjun.

4) Bók sem kom út á þessu ári – 2015. Haugbúi, eftir sænska rithöfundinn og blaðamanninn Johan Theorin

5) Bók með tölu í titlinum – Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut

6) Bók eftir höfund yngri en 30 ára – þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð eftir Dag Hjartarson

7) Bók með persónum sem eru ekki menn – Halastjarnan eftir Tove Jansson.

8) Fyndin bók – Vetrarundur í Múmíndal eftir Tove Jansson

9) Bók eftir konu – Stúlkan frá Púrto Ríko

10) Spennusaga – Vetrarlokun

11) Bók með eins orðs titli –Zack

12) Smásagnasafn – Koparakur eftir Gyrði Elísson

13) Bók sem gerist í öðru landi

14) Bók almenns eðlis/nonfiction

15) Fyrsta bók vinsæls höfundar – ?

16) Bók eftir höfund sem ég dái en á ólesna – Eitruð epli eftir Gerði Kristnýju.

17) Bók sem vinur mælir með – The Fault in our Stars, eftir John Green.
Jóhann Þórsson mætti með þessa á litlubókajólin 2013, hún kom í minn hlut en ég hef aldrei komið því í verk að lesa hana. Nú skal bætt úr því, ég reikna ekki með að Jóhann hafi lagt til bók sem hann mælir ekki með.

18) Bók sem fékk Pulitzer-verðlaunin – Vegurinn eftir Cormac McCarthy

19) Bók byggð á sannri sögu – Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson.
Ég er svo sem búin að lesa hana tvisvar áður en af því bókaklúbburinn minn ætlar að taka hana fyrir í janúar er fínt að slá tvær flugur í einu höggi.

20) Bók sem er neðst á leslistanum – sýnist á öllu að Geirmundarsaga heljarskinns lendi hér og verði ekki lesin fyrr en 2016.

21) Bók sem mamma heldur upp á – Mamma vildi ekki mæla með neinni bók.

22) Bók sem hræðir mig – Kata eftir Steinar BragaÉg frétti að lesturinn reitti menn til reiði og ég hræðist þá tilfinningu. í árslok hef ég enn ekki haft mig í að lesa þessa.

23) Bók sem er eldri en 100 ára – Fljótsdælasaga, lesin á haustönn 2015, ásamt Droplaugarsona sögu, Gunnars sögu Þiðrandabana, Vopnfirðingasögu og Harðarsögu og Hólmverja – ætli eitthvað af þeim gangi upp í önnur sæti á listanum.

24) Bók sem er valin út á kápuna – Rökkurbýsnir eftir Sjón

25) Bók sem ég átti að lesa í skóla en las aldrei – Hjartað býr enn í helli sínum/Ósjálfrátt – Þetta eru einu bækurnar sem ég hef svikist um að lesa alveg í heilu lagi. Og í árslok eru þær enn ólesnar.

26) Æviminningar – Svarthvítir dagar, eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur

27) Bók sem ég get lokið við á einum degi – (ég get lokið við flestar bækur á einum degi) (eða einni nóttu)

28) Bók með andheitum í titlinum

29) Bók sem gerist á stað sem mig hefur alltaf langað að heimsækja -hmm, þessa las ég en hver var hún?

30) Bók sem kom út árið sem ég fæddist – Vogrek eftir Guðfinnnu Þorsteinsdóttur (Erlu) (frestað til 2016)

31) Bók sem fékk slæma dóma – vá, þær hafa svo margar fengið slæma dóma.

32-34 ) Þríleikur/bókaþrenna – Divergent þríleikurinn (Afbrigði, Andóf og Arfleifð) eftir Veronicu Roth

35) Bók frá bernskuárum mínum – Kata bjarnarbani.

36) Bók með ástarþríhyrningi – Fljótsdæla saga? Gunnlaugssaga ormstungu?

37) Bók sem gerist í framtíðinni,

38) Bók sem gerist í gagnfræðaskóla/framhaldsskóla. (þessu breyti ég nú bara.)

39) Bók með lit í titlinum – Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur?

40) Bók sem fær mann til að gráta – bíddu nú við, las ég ekki eina svona í haust?

41) Bók með göldrum – Síðasti galdarameistarinn, eftir Ármann Jakobsson – ohh, ólesin enn!

42) Myndskreytt bók – The Arrival eftir Shaun Tan – kominn tími  á að rifja þessa upp.

43) Bók eftir höfund sem ég hef aldrei áður lesið  – Guðbergur Bergsson? (náðarstund?)

44) Bók sem ég á en hef aldrei lesið – ð ævisaga.

45) Bók sem gerist í heimabæ mínum – Maðurinn sem stal sjálfum sér, eftir Gísla Pálsson

46) Þýdd bók –

47) Bók sem gerist á jólunum –  (ætli Aðventa dugi?)

48) Bók eftir höfund með sömu upphafsstafi og ég. – ÁHB þar vandast málið ætli það þurfi að vera allir stafirnir og í réttri röð? (Íslenskt vættatal eftir Árna Björnsson?)

49) Leikrit

50) Bönnuð bók – bönnuð hvar?

51) Bók sem sjónvarpsþáttur/þættir er byggð á

52) Bók sem ég byrjaði á en lauk aldrei – Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón

http://9gag.com/gag/a8bQeNe?ref=fb.shttp://9gag.com/gag/a8bQeNe?ref=fb.s

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

10var við Lesátakslisti 2015

  1. Bakvísun: Hobbitinn | hafrun

  2. Bakvísun: 9. Stúlkan frá Púertó Ríkó | hafrun

  3. Bakvísun: Piltur og stúlka | hafrun

  4. Bakvísun: 32-34 Afbrigði, Andóf, Arfleifð | hafrun

  5. Bakvísun: 45. Maðurinn sem stal sjálfum sér | hafrun

  6. Bakvísun: 24. Rökkurbýsnir og bókarkápan | hafrun

  7. Bakvísun: 7 Halastjarnan | hafrun

  8. Bakvísun: 19. Svartfugl | hafrun

  9. Bakvísun: 10. Vetrarlokun | hafrun

  10. Bakvísun: 13. Germanía og gægjuþöfin | hafrun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s