44. ð ævisaga

ð ævisaga lendir í 44 sæti á leslistanum. Þetta er bókin sem ég átti ólesna í bókaskápnum, ég man ekki hvenær hún kom þangað eða frá hverjum, mig grunar þó að ég hafi keypt hana í þeirri góðu trú að þetta væri merkisrit sem allir þyrftu að þekkja. Svei mér þá ef það var ekki rétt hjá mér.

Dauður bókstafur er vakinn upp á 18. öld og allar tilraunir til að kveða hann niður aftur urðu til einskis. Rasmus Rask fékk sínu framgengt og ð er órjúfanlegur hluti nútímaíslensku.

Hér segir frá landnámi ð-sins á Íslandi á þeim tíma sem Íslendingar voru að koma sér upp ritmáli, hvernig það hvarf úr rituðu máli og kom síðan aftur nokkrum öldum síðar. Sagan segir frá svo mörgu öðru, til að mynda hvar annar staðar í heiminum ð er notað. Hún tæpir á þorninu sem er eins og allir vita – jæja, allir sem hafa lært hljóðfræði – sama hljóðið og táknað er með ð, annað er raddað en hitt óraddað, annað kemur aðeins fyrir fremst í orði, hitt aðeins í innstöðu orðs og nú þarf ég að neita mér um að skrifa langan hljóðfræðifyrirlestur.

Mér þótti þessi bók afskaplega ánægjuleg aflestrar og var oft skemmt, eins og í frásögninni af veggjakrotsletrinu sem skreytti plötuumslag Michaels Jacksons og ég get enn hlegið þegar ég lít á það. Aðrir kaflar vörpuðu ljósi inn í sögulega kima sem voru mér ókunnir.

Í alla staði var bókin vel skrifuð (eitt auka „sem“ var að angara mig í lokin), afar áhugaverð og nú skoða ég leturgerðir í ritvinnsluforritinu í tölvunni minni af nýjum áhuga – (engin leturgerð þar er þó með ðinu með þverstrikunum sem komu úr gotnesku leturgerðinni) Þetta er ævisaga sem hélt athygli minni frá upphafi til enda, ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi lesið heimildaskrána af mikilli athygli en ég renndi yfir hana, og mig langaði til að byrja á aftur á fyrstu blaðsíðu bókarinnar þegar sú síðasta var búin.

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Bækur, Lestrarátakið 2015. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s