Mánaðarsafn: júlí 2015

45. Maðurinn sem stal sjálfum sér

Bók númer 45 er Maðurinn sem stal sjálfum sér er ævisaga karabísks þræls sem varð verslunarstjóri á Djúpavogi og síðar smábóndi á sama stað. Hann giftist, eignaðist tvö börn, dó ungur, og afkomendurnir eru orðnir nokkur hundruð núna í upphafi 21. … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

32-34 Afbrigði, Andóf, Arfleifð

„Hugrekki flest í því að takast á við hversdaginn, harka af sér sársaukann og reyna að hundsa gínandi tómið innra með sér. Þeð er ein leið, ein gerð hugrekkis.“ Þessi athugsemdi er efst á blaði í þeim punktum sem ég … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

2. Piltur og stúlka

Ein klassísk ástarsaga er á lestrarátakslistanum mínum og ég ákvað að sagan um þau Sigríði og Indriða í héraðinu … væri ákaflega sígild og vel til þess fallin að verma annað sæti listans. Ég hef lesið Pilt og stúlku einhvern … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

3.7. Víkin kvödd

  Mér til mikils léttis ákvað næsti sjálfboðaliði að standa við gefin loforð og mæta í skálavörslu í dag. Ég henti því saman dótinu mínu í miklum flýti, skúraði og skrúbbaði en sleppti því að bóna. Það rigndi í á … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

9. Stúlkan frá Púertó Ríkó

Höfundur bókarinnar er Esmeralda Santiago og þessi bók uppfyllir því kröfuna um að vera bók númer 9 á leslistanum, „Bók eftir konu“ Esmeralda elst upp fyrstu 13 árin í Púerto Ríko, landsvæði sem ég þekki hvorki haus né sporð á … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

2.7. Bílaþrif og bráðlætisloforð

Annar dagur í þurrki og nú loksins mundi ég eftir því að í tvö ár hef ég hugsað um það annað slagið að bílnum mínum veitti ekki af þrifum. Það er svo merkilegt að þessi hugsun hvarflar helst að mér … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

1.7. Maraþonlestur

Fyrsti dagur júlímánaðar og vika mín farin að sigla á seinni hlutann. Ég hef stundað maraþonlestur síðustu daga og það er gott að hafa ekkert sjónvarp til að trufla húslestrana. Ég sinni bókalestri og pistlaskrifum um þær sömu bækur eins … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

30.6 Samviskubit á síðasta degi mánaðar

Í útvarpinu flytur Ævar hugvekju, við tölvuna sit ég með samviskubit. Því veldur tvennt, það fyrra er að ég fór ekki í tveggja tíma göngutúr í dag eins og ég var búin að heita sjálfri mér. Tveir tímar á dag … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

29. 6. Ófriður og úrkoma

Með bættu vegasambandi er friðsæld þokunnar rofin af bílaumferð og þar til viðbótar þustu átján Venúsaelar (eða hvað kallast fólk sem býr í landinu Venúsaela?) og  tveir íslenskir leiðsögumenn með einn Belga með sér í skála í dag. Tjaldbúinn minn … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

8. Nauðfluttir broddgeltir og óborganlegar persónur

Í maraþonlestri á Víknaslóðum rifjaði ég upp kynni mín af Múmínálfunum með því að hlusta á hljóðbókina Vetrarundur í Múmíndal. Fljótlega áttaði ég mig á að húmor minn hefur breyst frá því ég var barn og las þessar bækur heima … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

28 júní og uppstytta

28.6.2015 Í uppstyttu dagsins gekk ég upp á Neshálsinn, upp í þokuna, alveg að vörðunni þar sem síminn nær sambandi við umheiminn. Á bakaleiðinni sótti hún í sig veðrið, prinsessan í álögunum. Enginn situr lengur yfir fé, smalamennskur aðrar en … Halda áfram að lesa

Birt í Óflokkað, Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

27.6.2015 „Hugann grunar við grassins rót …“

„Hugann grunar við grassins rót, gamalt spor eftir lítinn fót“ orti Jón Helgason og þau orð hans ásækja mig í göngu dagsins. Veðrið breytir ekki út af vana sínum hér á Víknaslóðum, það er þoka og súld, þokusúld og súldarþoka. … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Ein athugasemd

3. Hobbitinn

Hobbitinn er bók númer þrjú á leslistanum, sagan sem varð að bíómynd. Hann er ein af þeim óteljandi sögum sem hafa verið vænlegur gróðavegur við yfirfærslu í kvikmynd. Kannski voru þó allir að hugsa um gróðann heldur um listrænt verkefni en ætli hér … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | 2 athugasemdir

Úr dagbók skálavarðar

Opið bréf til aðstoðarskálavarðarins sem ekki mætti í vinnuna í ár. 26-6-2015 Ella, ég sakna þess að hafa þig ekki við hendina meðan ég sinni skálavörslu í víkinni sem ég á núna. Ég á þessa vík um stundarsakir og gef … Halda áfram að lesa

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd