Hobbitinn er bók númer þrjú á leslistanum, sagan sem varð að bíómynd. Hann er ein af þeim óteljandi sögum sem hafa verið vænlegur gróðavegur við yfirfærslu í kvikmynd. Kannski voru þó allir að hugsa um gróðann heldur um listrænt verkefni en ætli hér hafi ekki verið sitt lítið af hvoru sem réði ferðinni.
Fyrstu kynni mín af Hobbitanum voru í enskuáfanga í framhaldsskóla, það var í eitt af þeim ótal skiptum sem ég greip í nám meðfram öðrum hlutverkum í lífinu, framhaldsskólann kláraði ég aldrei en um leið og ég stautaði mig í gegnum fyrstu blaðsíðurnar í The Hobbit varð ég hugfangin. Ég dreif mig á bókasafnið og fann mér til mikillar ánægju að sagan hafi verið þýdd á íslensku og á því tungumáli gleypti ég hana í heilu lagi. Ég minnist þess ekki að ég kláraði nokkurn tíma ensku útgáfuna sem mér hefi þó verið hollara að gera til að koma betra skikki á þá tungumálakunnáttu. Síðan þetta var eru liðnir áratugir, Hobbitann hef ég lesið að minnsta kosti tvisvar síðan þá og í vetur kláraði ég að horfa á kvikmyndirnar sem gerðar voru upp úr sögunni. Ég vatt mér aftur í söguna sjálfa í nokkurn vegin beinu framhaldi af því.
Í þetta skiptið las ég reyndar ekki Hobbitann, ég hlustaði á hann. Lesturinn dugði mér meðan ég ók frá Reykjavík austur á land og í nokkrar ferðir í og úr vinnu líka, það eru 10 km. hvora leið. Ég tók samt ekki saman kílómetrafjöldans sem lesturinn náði yfir.
Hobbitinn hefur ekki minna aðdráttarafl nú en fyrir 25 árum en ýmsu hafði ég gleymt frá síðasta lestri. Þegar ég sá kvikmyndirnar þrjár sem voru gerðar upp úr sögunni fannst mér í fyrstu þær fara langt út fyrir efni hennar en þegar ég svo hlustaði á söguna kom eiginlega flatt upp á mig hvað henni er fylgt nákvæmlega. Minnið var svolítið að svíkja mig og leikstjórinn tók sér auðvitað vald til að stækka hlutverk persónanna, draga á langinn, ýkja og betrumbæta ýmislegt svo það hentaði miðlinum.
Tolkien-aðdáandi sem ég átti tal við í vetur benti mér á nokkuð sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en þá, atriði sem á bæði við um kvikmyndirnar upp úr Hobbitanum og Hringadróttinssögu, og það er hvað kennslukverið Ferð höfundarins (e. The Writers Journey) og The Hero with a Thousand Faces mótar þessar myndir í sama mót, þær eru efti sömu formúlu og hinar.
Hver mynd þarf eitt stykki hetju og einn andstæðing. Hér dugir ekki hin andlitslausa myrkramakt heldur þarf að persónugera hana í orkanum sem er áþreifanlegur höfuðandstæðingur, bæði í myndinnu um Bilbó og Fróða og föruneyti hringsins.
Ég vissi að það leyndist eitthvað í myndunum sem truflaði mig, ég þurfti bara að láta benda mér á það.
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Lesátakslisti 2015 |… um 10. Vetrarlokun Lesátakslisti 2015 |… um 4. Haugbúi Lesátakslisti 2015 |… um 19. Svartfugl 13. Germanía og gægj… um Lesátakslisti 2015 10. Vetrarlokun | ha… um Lesátakslisti 2015 Færslusafn
Flokkar
Tækni
Bakvísun: Lesátakslisti 2015 | hafrun
Bakvísun: Nauðfluttir broddgeltir og óborganlegar persónur | hafrun