Úr dagbók skálavarðar

Opið bréf til aðstoðarskálavarðarins sem ekki mætti í vinnuna í ár. 26-6-2015 Ella, ég sakna þess að hafa þig ekki við hendina meðan ég sinni skálavörslu í víkinni sem ég á núna. Ég á þessa vík um stundarsakir og gef aðeins öðrum örlitla hlutdeild í henni, í augnablikinu belgískum huggulegum strák sem sefur undir eldhúsglugganum mínum. Það væri gaman að geta vitnað í Rómeó undir svölunum en þessi vera drengsins undir glugganum er laus við alla rómatík, það er þoka og súld og hann kúrir sig í svefnpokanum sínum án þess að syngja nokkra söngva til gamals skálavarðar sem situr við tölvuna og veltir því fyrir sér hvort hann sé komin með ofnæmi fyrir rauðvíni eða hvort kvefið hafi bara hitt í mark, akkúrat í kvöld. En aftur að þér, eins og ég sagði væri ágætt að hafa þig í nágrenninu, ég kann ágætlega við mig ein, er loksins ein í skálavörslu, hef þokuna, súldina og kofann út af fyrir mig, er í sérbýli, annað en þrengslin í Múlaskála, hef rafmagn, stílabók og blýant og get valið úr ritaðferðum og ritefnum, – ó, er ég aftur farin að tala um sjálfa mig – þó mér finnist gott að búa ein væri notalegt að eiga nágranna í hinu húsinu, já eða bara í hinni kojunni ef það væri eini kosturinn, nágranna sem hefur gegnum árin getað sinnt sínu meðan ég sinni mína, talað þegar þannig ber undir og þagað þess á milli. Vissir þú að þannig fólk er fágætt og dýrmætt að eiga að? Það er jafn dýrmætt að eiga þannig vini og að eiga eyðivík með þoku og súld og kynjamyndum í hlíðum og fjallstoppum. Við ætluðum að ganga á fjall var það ekki? Gerum það í næsta lífi. Fyrsta kvöldið hér og ég hef rafmagn svo ég get hlustað á The Night Train með tríói Óskars Pettersons og Duke Ellingtons songbook með sömu hljómsveit á meðan ég skrifa. Það er gott að hafa rafmagn í einverunni. Hér vantar bara húslestur fyrir svefninn.

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Daglegt líf, Skálavarsla. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s