28.6.2015
Í uppstyttu dagsins gekk ég upp á Neshálsinn, upp í þokuna, alveg að vörðunni þar sem síminn nær sambandi við umheiminn. Á bakaleiðinni sótti hún í sig veðrið, prinsessan í álögunum. Enginn situr lengur yfir fé, smalamennskur aðrar en haustgöngur hafa lagst af en eru menn enn að bölva þokunni? Ætli hún losni nokkurn tíma úr álögum þessi elska?
Á leiðinni niður mætti ég trússbíl og fljótlega eftir að ég komst í hús sá ég snjóruðningstæki fara fram hjá, þess vegna beið ég ekki boðanna og fékk far með trússaranum þegar hann fór til baka. Nú stendur bíllinn minn í hlaðinu, einangrun minni er lokið strax á þriðja degi og ef mér sýnist svo get ég farið í siðmenninguna og keypt mér meiri lopa og prjóna í stað þeirra sem ég gleymdi. Ég veit ekki hvort mér líkar tilhugsunin vel eða illa.
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Lesátakslisti 2015 |… um 10. Vetrarlokun Lesátakslisti 2015 |… um 4. Haugbúi Lesátakslisti 2015 |… um 19. Svartfugl 13. Germanía og gægj… um Lesátakslisti 2015 10. Vetrarlokun | ha… um Lesátakslisti 2015 Færslusafn
Flokkar
Tækni