Í maraþonlestri á Víknaslóðum rifjaði ég upp kynni mín af Múmínálfunum með því að hlusta á hljóðbókina Vetrarundur í Múmíndal. Fljótlega áttaði ég mig á að húmor minn hefur breyst frá því ég var barn og las þessar bækur heima í stofu, ég man að minnsta kosti ekki eftir að hafa hlegði jafn mikið við lesturinn þá. Orð eins og Mía litla notar til að lýsa verkuninni á tehettunni úr Múmínhúsinu: „ það væri ekki einu sinni hægt að gefa hana nauðfluttum broddgelti.“ og svo athugasemdir höfundar sem segir „Nauðfluttur broddgöltur er broddgöltur sem fluttur hefur verið að heiman gegn vilja sínum án þess svo mikið sem að fá tækifæri til að taka tannburstann sinn með sér.“ eru dæmi um óborganlegar lýsingar. Þegar Kælan svo frystir íkornann fær Mía ekki að klippa af honum skottið til að nota í múffu. Íkorninn var jarðaður en dauðum íkorna er alveg sama hvort hann hefur fallegt skott, segir Mía ákveðinn, en Múmínsnáðinn er þessu mjúka samúðarfulla manngerð (eða álfgerð) og fær alvöru jarðaför, eða ekki. Þegar þarna var komið í lestrinum varð ég vör við göngumann sem átti erindi upp að dyrnum hjá mér og í flýti þurrkaði ég tárin sem streymdu niður kinnarnar við skoðanaskipti Míu og Múmínsnáðans. Ég hafði nefnilega áhyggjur af því að gesturinn teldi mig gráta í eymd og volæði í smáhýsinu mínu. Upphaflega átti þessi bók að fara í 7. sæti á leslistanum mínum, bók um persónur sem ekki eru menn en meðan á lestrinum stóð skipti ég um skoðun. Ég ákvað að þessi bók ætti aðeins heima í einu sæti listans, þetta er fyndin bók hún fer í 8. sæti listans og til að uppfylla kröfuna um ómennskar persónur finn ég bara aðra Múmínbók.
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Lesátakslisti 2015 |… um 10. Vetrarlokun Lesátakslisti 2015 |… um 4. Haugbúi Lesátakslisti 2015 |… um 19. Svartfugl 13. Germanía og gægj… um Lesátakslisti 2015 10. Vetrarlokun | ha… um Lesátakslisti 2015 Færslusafn
Flokkar
Tækni