Með bættu vegasambandi er friðsæld þokunnar rofin af bílaumferð og þar til viðbótar þustu átján Venúsaelar (eða hvað kallast fólk sem býr í landinu Venúsaela?) og tveir íslenskir leiðsögumenn með einn Belga með sér í skála í dag. Tjaldbúinn minn er mættur aftur, nú laumar hann sér í skálann í stað þess að breiða úr tjaldinu sínu undir eldhúsglugganum enda er sléttan þar hæfilegt aðsetur fyrir endur eða óðinshana. Meira að segja kollóttar ær með eiturgrænum flekkjum forðast þann mýrarfláka eftir úrkomuna í síðasta sólahring.
Eftir japl og jaml og fuður var Jón hrak grafinn út og suður, ég slapp við greftrunina en japlaði, jamlaði og harkaði þess í stað af mér í rigningargöngu. Ég bý á gatnamótum, fyrsta daginn gekk ég út að sjó, annan daginn upp á hálsinn sunnan við mig og ég dag átti ég bara um einn slóða að velja ef ég vildi forðast móa og mýrarsprikl. Hvers vegna í ósköpunum eru gúmmístígvélin mín ekki í bílnum?
Ganga dagsins var í austur átt eftir aurugum veginum og gegnum snjóruðningana frá því í gær. Rúmur klukkutími frá bæ og tæpur klukkutími að bæ, það gerðu 7,47 km og 618 kaloríur. Betra að skrifa það hjá sér því ganga sem hefur ekki annað markmið enn njóta lífsins eða að koma göngumanni í örlítið betra form en hann var í fyrir gönguna er lítils virði. Rétt eins og landslagið sem væri lítils virð ef það héti ekki neitt er hreyfing enskis virði á markmiðs, skráningar og samanburðar. Appið í snjallsímanum er gulls ígildi en því miður, afrek sem unnin eru án netsambands eru engin arfek, þau fá ekki varanlega skráningu um leið og appinu er lokað er „engin ganga þessa viku“ á skjánum mínum.
Ég er nútímakona sem þarf að hafa gönguferlana skráðað upp á kílómetir, á kroti, með gönguhraða og hækkunum. Eitt sinn gekk ég til kinda, átti ekki síma og í skólafríum gekk ég um urðir, fjörur, móa, eyrar, hjalla og hlíðar til þess að njóta samveru við sjálfa mig, landið, vættina og þá hunda sem tilheyrðu bænum á hverjum tíma og fylgdu mér dyggilega á öllum gönguferðum.
Svo rammt kvað að að á andvökunóttum lokað ég augunum, rakti í huganum hvert mitt spor upp að ánni, í huganum stiklaði ég á steinum yfir hana á vaðinu, rakti svo hvert fótmál mitt niður með henni. Yfir og upp, til baka og niður og yfir aftur á hverju vaði eða steinastiklum, uns ég sofnað værum svefni um það leyti sem ég var komin niður að brú.
Hér vantar enn húslestur, kannski fer ég að lesa upphátt fyrir grátandi gluggarúðurnar, lesa um þræla á sykurplantekrum, skáldskaparlistina, eitruð epli og Maríu mey. Ég bíð með það þar til gestirnir verða fanir á morgun.
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Lesátakslisti 2015 |… um 10. Vetrarlokun Lesátakslisti 2015 |… um 4. Haugbúi Lesátakslisti 2015 |… um 19. Svartfugl 13. Germanía og gægj… um Lesátakslisti 2015 10. Vetrarlokun | ha… um Lesátakslisti 2015 Færslusafn
Flokkar
Tækni