1.7. Maraþonlestur

Fyrsti dagur júlímánaðar og vika mín farin að sigla á seinni hlutann. Ég hef stundað maraþonlestur síðustu daga og það er gott að hafa ekkert sjónvarp til að trufla húslestrana. Ég sinni bókalestri og pistlaskrifum um þær sömu bækur eins og líf mitt sé undir því komið að standa við áskorunina um að lesa 52 bækur á árinu og skrifa eitthvað um hvern lestur. Núna síðast hlustað ég á Vetrarundur í Múmíndal og renndi gegnum Eitruð epli Gerðar Kristnýar. Öll þau ósköp sem ég ætlað að gera í vistinni miklu eru óunnin. Ætli ég þurfi að klára frá allar 52 bækurnar svo ég geti farið að skrifa upp úr eigin kolli?
Meðan þokan hefur sigið upp og niður hlíðarnar hef ég fylgt henni með augunum, rakið mig í huganum eftir freistandi gönguleiðum og ákvað að rölta upp undir Skælinginn og þræða mig þenna stutta spotta eftir hjallabrúninni neðan við hann, inn eftir dalnum og niður með ánni. Leiðin er falleg séð úr dyrum skálans og þegar þokan bregður tjöldum fyrir og frá til skiptis bjóða svartir hamrarnir gestum heim.

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Daglegt líf, Skálavarsla. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s