3.7. Víkin kvödd

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Lokadagur og þokkalega þurrt þessa stundina

Mér til mikils léttis ákvað næsti sjálfboðaliði að standa við gefin loforð og mæta í skálavörslu í dag. Ég henti því saman dótinu mínu í miklum flýti, skúraði og skrúbbaði en sleppti því að bóna. Það rigndi í á Víknaslóðum en sólin skín á Héraðið og þurrkar leðjuna sem þekur bílinn minn.
Nú er ekki um annað að ræða en hella sér í vinnuna, þó fyrr hefði verið, og reyna að vinna sér inn 10 daga frí til að sinna skálavörslu í Kollumúlanum.20150703_131303
Ég hef ekki trú á að ég verði jafn dugleg að halda dagbók þar og ég hef verið í Húsavík. Aðstaðan er öllu lélegri, lítið herbergi með koju og pínulitlu borði sem alltaf er fullt af drasli (og ekki öllu frá skálverði) og ég verð tölvulaus. Merkilegt hvað maður er orðinn háður þessu verkfæri, og þó, sjálfsagt er það ekkert merkilegt, ég er svo miklu fljótari að skrifa á það.

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Daglegt líf, Skálavarsla. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s