Í útvarpinu flytur Ævar hugvekju, við tölvuna sit ég með samviskubit. Því veldur tvennt, það fyrra er að ég fór ekki í tveggja tíma göngutúr í dag eins og ég var búin að heita sjálfri mér. Tveir tímar á dag meðan ég er í útlegðinni og svo tveir tímar á dag eftir að ég kem heim, þá verð ég komin í yfirþyrmandi gott form fyrr en varir. Ég læri seint að setja mér raunhæf markmið eða stilla vonum og væntingum til sjálfrar mín í hóf. Í dag rigndi að venju og uppstyttan sem ég ætlaði að fá undir kvöldið brást. Nú rignir sem aldrei fyrr. Ég læt mig því hafa að fara að sofa með samvisku sem nagar brjósholið eins og minkur nagar fótinn á sér til að losna úr gildru. Ef hún verður ekki þögnuð annað kvöld drekki ég henni í rauðvíni. Það tjáir ekki að taka birgðirnar allar með heim aftur. Hitt samviskubitið mitt er vegna þess að ég stendi ekki við loforðið um að skrifa bókapistla um hverja bók af þessum fimmtíu og tveimur sem ég ætla að lesa í ár. Ég las þríleik, skrifaði um hann nokkrar línur, ekki um hverja bók heldur heildarverkið. Mér finnst ég vara að svíkjast um. Þess vegna hef ég heitið því að taka allar bækurnar aftur og skipta pistlinum upp í þrennt í lok árs – ef mér tekst ekki að svæfa samvikubitið með hvítvíni um vetrarnætur. Ég get ómöguleg drekkt bæði göngusamviskubitinu og bloggbitinu í sömu víntegund. Er það?
Í dag fékk ég hóp í skálann, þau gáfu mér steikt eggjabrauð í morunmat og kötsúpu í kvöldmat og hádegismat. Til að losna við hana gaf ég næstu göngumönnum af því sem eftir var í pottinuml – þeir voru fegnir – trússarinn var líka feginn að fá hádeigsmat og þannig á lífið að vera á fjöllum. Allir eiga að deila umframbirgðum sínum öðrum til gleði og eflingar bræðralags þjóðanna.
Það er í mér eirðarleysi að hafa ekki komið mér út í rigningargöngu en moldarslóðinn upp á Neshálsinn var fráhrindandi í dag og leiðin yfir á fjörðinn er líka á brattann, blaut og þræðir sig í gegnum djúpa skafla þar sem moldarleðjan nær upp ökla. Leiðin fram í víkina höfðar til mín, bara ekki að vaða þessa blessaða ársprænu. Svo langar mig að ganga upp á hálsinn og inn með Skælingnum.
„Úti í rigningunni sofa tveir drengir frá Vankúver – þessir drengir virðast vel færir um að bjarga sé en ég benti þeim þó á að skrifa í gestabækurnar hvertæ tluðu og hbernær þeir ætuðu að gera þar.“ (svona skrifar maður í hálfmyrkri, í vondum stól og við slæmt borð. Best að lofa þessu að standa.)
Hvað sem líður öllu röfli um óunnin afrek má ég vera sátt við afköstin í blókalestri og blókabloggi, ég hef unnið upp helling af efni sem ég var búin að lesa en átti eftir að skrifa um og svo las ég slatta af nýju efni. Fann því stað eftir niðurskipun heimsins og skrifaði skoðun mína á viðkomandi efni.
Mig langar í þurrt veður og göngutúar á morgun.