9. Stúlkan frá Púertó Ríkó

Höfundur bókarinnar er Esmeralda Santiago og þessi bók uppfyllir því kröfuna um að vera bók númer 9 á leslistanum, „Bók eftir konu“
Esmeralda elst upp fyrstu 13 árin í Púerto Ríko, landsvæði sem ég þekki hvorki haus né sporð á en bandarískir sjónvarpsþættir, bíómyndir og skáldsögur hafa dregið upp mynd af hættulegum glæpaklíkum bandarískra innflytjenda þaðan. Við lestur sögunnar frétti ég fyrst af því að landið eða eyjan sé hluti Bandaríkja Norður-Ameríku og því hafi íbúar þess getað sest að í öðrum ríkjum þeirra án þess að teljast eiginlegir innflytjendur. Þeir voru löglegir íbúar hvar sem þeim datt í huga að setjast að innan landamæranna ólíkt svo mörgum öðrum sem sóttu, og sækja enn, í sæluna í Bandaríkjunum.
Esmeralda elst upp við einkennilegar fjölskyduaðstæðr í fátækt, en frelsi sveitarinnar, í Puerto Ríko, flytur þaðan til Broklyn þar sem lífið er andstæða alls sem hún er vön. Þar er ófrelsið algert því utan við veggi íbúðarinnar sem 10 manna fjölskylda býr í er enginn óhultur. Fátæktin er samt hlutskipti hennar áfram.
Sagan er síðan eins og uppfylling á bandaríska draumnum, fyrir eigin verðleika kemst stelpa upp úr lægstu stéttum samfélagsins í heimsfrægan háskóla. Þessi uppfylling vona um betra líf í Ameríkunni er tilbrigði við bandaríska drauminn og ég fæ klisjuóbragð í munnin við málalokin, verð þó að sætta mig við að bókin muni vera byggð á ævi höfundar og að ameríski draumurinn eigi það til að vera meira en draumur. Að því slepptu er áhugavert að lesa um líf spænskumælandi samfélags við Karabíska hafið og kjör þeirra í innflytjendagettóinu í Broklyn. Ég hafði í upphafi ákveðnar efasemdir við öll spænsku orðin sem ekki eru þýdd yfir á íslensku en þegar upp er staðið gefa þau lesanda ríka tilfinningu fyrir framandleika þessa fjarlæga heimshluta. Höfundi tekst að draga upp sannfærandi mynd af aðstæðum fjölskyldunnar í Púertó Ríkó í lok sjötta áratugar 20. aldar og lyktin og bragðið af framandi veröld lifna við í huga mínum við lesturinn.
Svo vildi svo skemmtilega til að í sömu vikunni og ég las þessa bók tók ég mig líka til og las bókina sem gerist í „heimabæ“ mínum. Í henni er aðalsögupersónan Hans Jónatan múlattadrengur fæddur í Karabíska hafinu. Leyndir þræðir eða skemmtileg tilviljun?

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Bækur, Lestrarátakið 2015. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við 9. Stúlkan frá Púertó Ríkó

  1. Bakvísun: Lesátakslisti 2015 | hafrun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s