4. Haugbúi

Haugbúi, sagan í 4. sæti listans, er enn ein glæpasagan og  að þessu sinni eftir sænska rithöfundinn og blaðamannin Johan Theorin. Sagan kom út í íslenskri þýðingu 2015 og mér finnst það uppfylla skilyrðin um útgáfuár.

Þetta er ekki fyrsta bókin sem ég les eftir Theorin og ekki heldur sú fyrsta um sögupersónuna Gerlof Davidsson. Það sem ég kann vel við í þessum sögum er að söguhetjan sem er alls ekki alltaf persónan sem leysir allar ráðgátur en kemur þó víða við sögu er alger andstæða hetjunnar í næstum öllum hinum glæpasögunum, bæði þeim norrænu og af enska málsvæðinu.

Þetta er gamall  skútuskipstjóri sem kominn er á elliheimili, hans vandamál er aldurinn og Sjögren heilkennið sem hann þjáist af. Hann er ekki drykkjusjúklingur, ekki dópisti, ekki þunglyndur og hefur aldrei verið á geðsjúkrahúsi, á ekki í samstarfserfiðleikum eða fjölskylduerfiðleikum. Gerlof er lífsreyndur, þroskaður einstaklingur sem sýnir mönnum umburðarlyndi og virðingu, líka morðingjum.

Hér vinnur Theorin líka með sögulegt efni sem ég var algerlega fáfróð um, fólkið sem flutti frá Svíþjóð, og öðrum löndum, í nýja landið í austri og hver örlög þess varð á tímum ógnarstjórnar Stalíns. Sterk og áhugaverð umfjöllun um örlög hugsjónamanna sem héldu að þeir væru að flytja í sæluríkið.

Sögusviðið er alltaf það sama, lítil eyja undan ströndum Svíþjóðar og eftir lestur á öllum þeim bókum Theorins sem komið hafa út í íslenskri þýðingu er mig farið að langa til að heimsækja Öland.

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við 4. Haugbúi

  1. Bakvísun: Lesátakslisti 2015 | hafrun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s