Vetrarlokun eftir Jørn Lier Horst er glæpasagan á listanum, hún er hvorki betri né verri en aðrar glæpasögur af skandinavísku gerðinni, er ekki sú fyrsta sem ég les í ár og ábyggilega ekki sú síðasta. Höfundurinn er nýr á leslistanum mínum, starfar sem lögreglumaður og ætti því að eiga hæg heimatökin í rannsóknarvinnunni.
Þetta er þokkaleg afþreying lítið meira um það að segja, hún mætti að skaðlausu vera styttri en er ekki alveg jafn langdregin og bækur Jo Nesbøs. Aðalsögupersónan, sem að sjálfsögðu er karlkyns, á hvorki við áfangis- eða geðræn vandamál að stríða og það er að minnsta kosti tilbreyting. Voðalega er ég samt hrædd um að það fari fyrir mér með þessa eins og Ástandsbarnið hennar Camilla Läckberg, að eftir nokkur ár geti ég lesið hana aftur án þess að átta mig á því fyrr en í lokin að ég hafi gert það áður.
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Lesátakslisti 2015 |… um 10. Vetrarlokun Lesátakslisti 2015 |… um 4. Haugbúi Lesátakslisti 2015 |… um 19. Svartfugl 13. Germanía og gægj… um Lesátakslisti 2015 10. Vetrarlokun | ha… um Lesátakslisti 2015 Færslusafn
Flokkar
Tækni
Bakvísun: Lesátakslisti 2015 | hafrun