11. ZACK

Spennusaga með eins orðs titli eftir tvo höfunda. Sem minnir mig á að bók eftir tvo höfunda ætti að vera á hverjum svona lesáskorunarlista en það er nú útúrdúr. 

Zack er enn einn glæpareyfarinn sem ég gleypi í mig milli lesturs á  sagnfræðiskáldverkanna á leslista komandi vorannar og eins og fyrri daginn sæki ég í Skandinavísku glæpasöguna. Þessi gerist í Svíþjóð, höfundarnir Nons Kallentoft og Markus Lutteman eru báðir sænskir og bókin er fyrsta bók í Herkúlesarseríunni, segir á bókarkápu. 

Eftir lesturinn á þessum fyrsta hluta í seríu á ég ekki eftir að leita framhaldshlutana uppi. Sagan olli mér vonbrigðum,  höfundarnir sækja í bandarísku hasareltingarleikina og hryllingspyntingarlýsingar svipaðar þeim sem eru alls ráðandi í glæpaþáttum eins og Criminal Minds.

Aðalsögupersónan veit ekki alveg hvort hún á að vinna í teymi rannsóknardeildarinnar sem hún tilheyrir eða leika bandarískan einfara sem bjargar öllum hlutum með ofurmannlegum hasaratriðum sem virðast skrifuð fyrir kvikmyndatökuvélina en ekki lesanda. Zack, aðalsögupersónan gerir því sitt lítið af hverju á milli þess sem hann slæst við djöfla fortíðar og nútíðar og sína eigin samvisku. Útlitið minnir mest á vel klipptan og rakaðan Marvel Thor en útlitið, allt hans sálarstríð, einstæðingsskapur og hetjutilburðir vekja ekki neina samúð eða samkennd með persónunni.

Auðvitað las ég bókina til enda en ég mæli samt ekki við henni við nokkurn mann, það er yfrið nóg til að betri reyfurum til að lesa þegar mann langar í spennulestur.

 

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Bækur, Lestrarátakið 2015. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s