Greinasafn fyrir flokkinn: Lestrarátakið 2015

11. ZACK

Spennusaga með eins orðs titli eftir tvo höfunda. Sem minnir mig á að bók eftir tvo höfunda ætti að vera á hverjum svona lesáskorunarlista en það er nú útúrdúr.  Zack er enn einn glæpareyfarinn sem ég gleypi í mig milli … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

13. Germanía og gægjuþöfin

Gægjuþörf minni verður seint fullnægt en henni var þó svalað um stundarsakir af Corneliusi Tacitus, rómverskum sagnfræingi sem skrifaði ritið Germaníu á síðustu árum fyrstu aldar. Árið 98 e. Krist er oftast nefnt í því sambandi. Með lestrinum skyggndist ég … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

10. Vetrarlokun

Vetrarlokun eftir Jørn Lier Horst er glæpasagan á listanum, hún er hvorki betri né verri en aðrar glæpasögur af skandinavísku gerðinni, er ekki sú fyrsta sem ég les í ár og ábyggilega ekki sú síðasta. Höfundurinn er nýr á leslistanum … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

19. Svartfugl

Hann situr undir lágri súðinni í myrkvaðri baðstofunni, úti er landið baðað blárri birtu tunglsins sem sendir kaldan geisla inn um lítinn stafnglugga. Það lýsir upp flöt af rykugum hrörlegum gólfborðum og föl birtan beinir athygli hans að sauðsvörtum hnoðra … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

7. Halastjarnan

Halastjarnan eftir Tove Jansson er hluti af skipulögðu lestrarátaki ársins 2015 og það er ágætt að geta noað hana á tveimur vígstöðvum. Ég fann mér lesáætlun í janúar og raðaði inn á hana þá mörgum bókum sem ég ætlaði að … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

24. Rökkurbýsnir og bókarkápan

Sem ég sit þar í þokusuddanum, og í hug mér rennur grunur um snæviþakin fjöllin sem umlykja dalinn á þessu kalda sumri, velti ég því fyrir mér hvar ég eigi að að byrja. Næri mig á hálfvolgri linsubaunakássu með rauðgulum … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

45. Maðurinn sem stal sjálfum sér

Bók númer 45 er Maðurinn sem stal sjálfum sér er ævisaga karabísks þræls sem varð verslunarstjóri á Djúpavogi og síðar smábóndi á sama stað. Hann giftist, eignaðist tvö börn, dó ungur, og afkomendurnir eru orðnir nokkur hundruð núna í upphafi 21. … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

32-34 Afbrigði, Andóf, Arfleifð

„Hugrekki flest í því að takast á við hversdaginn, harka af sér sársaukann og reyna að hundsa gínandi tómið innra með sér. Þeð er ein leið, ein gerð hugrekkis.“ Þessi athugsemdi er efst á blaði í þeim punktum sem ég … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

2. Piltur og stúlka

Ein klassísk ástarsaga er á lestrarátakslistanum mínum og ég ákvað að sagan um þau Sigríði og Indriða í héraðinu … væri ákaflega sígild og vel til þess fallin að verma annað sæti listans. Ég hef lesið Pilt og stúlku einhvern … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

9. Stúlkan frá Púertó Ríkó

Höfundur bókarinnar er Esmeralda Santiago og þessi bók uppfyllir því kröfuna um að vera bók númer 9 á leslistanum, „Bók eftir konu“ Esmeralda elst upp fyrstu 13 árin í Púerto Ríko, landsvæði sem ég þekki hvorki haus né sporð á … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

8. Nauðfluttir broddgeltir og óborganlegar persónur

Í maraþonlestri á Víknaslóðum rifjaði ég upp kynni mín af Múmínálfunum með því að hlusta á hljóðbókina Vetrarundur í Múmíndal. Fljótlega áttaði ég mig á að húmor minn hefur breyst frá því ég var barn og las þessar bækur heima … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

3. Hobbitinn

Hobbitinn er bók númer þrjú á leslistanum, sagan sem varð að bíómynd. Hann er ein af þeim óteljandi sögum sem hafa verið vænlegur gróðavegur við yfirfærslu í kvikmynd. Kannski voru þó allir að hugsa um gróðann heldur um listrænt verkefni en ætli hér … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | 2 athugasemdir

17. The Fault in Our Stars

Um aukaverkanir dauðans, og lífsins. Bók númer 17 á leslistanum mínum er bók sem ég hef átti í bókaskápnum mínum í rúmlega tvö ár eða síðan hún kom í minn hlut á litlu bókajólum rithringsins míns árið 2013. Bækur á … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

44. ð ævisaga

ð ævisaga lendir í 44 sæti á leslistanum. Þetta er bókin sem ég átti ólesna í bókaskápnum, ég man ekki hvenær hún kom þangað eða frá hverjum, mig grunar þó að ég hafi keypt hana í þeirri góðu trú að … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

6. þar sem vindarnir hvílast

Bók nr. 6 á  lesátakslistanum mínum á að vera  eftir rithöfund sem er innan við þrítugt. Ég setti upphaflega  Eldhafið yfir okkur, eftir Dag Hjartarson í þetta sæti á listann en þegar ég var að dunda mér við bókaskápstiltekt rakst … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Merkt | Færðu inn athugasemd

42. The Arrival, saga án orða

Bók númer 42 á lesátakslistanum mínum á að vera myndskreytt bók og hvað uppfyllir þá kröfu betur en bók sem er bara myndir. The Arrival er eftir listamanninn, rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn  Shaun Tan sem er fæddur í Ástralíu 1974. Bæði … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Merkt | Færðu inn athugasemd

Lesátakslisti 2015

Ég rakst á skemmtilegan lista og afar þægilega þýðingu á honum hjá einum þeirra fáu bloggara sem ég hef fylgst með í gegnum árin og bloggar enn. Ég tók listann traustataki og er að hugsa um að finna mér bækur … Halda áfram að lesa

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Merkt | 10 athugasemdir