Úr dagbók skálavarðar

Opið bréf til aðstoðarskálavarðarins sem ekki mætti í vinnuna í ár. 26-6-2015 Ella, ég sakna þess að hafa þig ekki við hendina meðan ég sinni skálavörslu í víkinni sem ég á núna. Ég á þessa vík um stundarsakir og gef aðeins öðrum örlitla hlutdeild í henni, í augnablikinu belgískum huggulegum strák sem sefur undir eldhúsglugganum mínum. Það væri gaman að geta vitnað í Rómeó undir svölunum en þessi vera drengsins undir glugganum er laus við alla rómatík, það er þoka og súld og hann kúrir sig í svefnpokanum sínum án þess að syngja nokkra söngva til gamals skálavarðar sem situr við tölvuna og veltir því fyrir sér hvort hann sé komin með ofnæmi fyrir rauðvíni eða hvort kvefið hafi bara hitt í mark, akkúrat í kvöld. En aftur að þér, eins og ég sagði væri ágætt að hafa þig í nágrenninu, ég kann ágætlega við mig ein, er loksins ein í skálavörslu, hef þokuna, súldina og kofann út af fyrir mig, er í sérbýli, annað en þrengslin í Múlaskála, hef rafmagn, stílabók og blýant og get valið úr ritaðferðum og ritefnum, – ó, er ég aftur farin að tala um sjálfa mig – þó mér finnist gott að búa ein væri notalegt að eiga nágranna í hinu húsinu, já eða bara í hinni kojunni ef það væri eini kosturinn, nágranna sem hefur gegnum árin getað sinnt sínu meðan ég sinni mína, talað þegar þannig ber undir og þagað þess á milli. Vissir þú að þannig fólk er fágætt og dýrmætt að eiga að? Það er jafn dýrmætt að eiga þannig vini og að eiga eyðivík með þoku og súld og kynjamyndum í hlíðum og fjallstoppum. Við ætluðum að ganga á fjall var það ekki? Gerum það í næsta lífi. Fyrsta kvöldið hér og ég hef rafmagn svo ég get hlustað á The Night Train með tríói Óskars Pettersons og Duke Ellingtons songbook með sömu hljómsveit á meðan ég skrifa. Það er gott að hafa rafmagn í einverunni. Hér vantar bara húslestur fyrir svefninn.

Birt í Daglegt líf, Skálavarsla | Færðu inn athugasemd

17. The Fault in Our Stars

Um aukaverkanir dauðans, og lífsins.

Bók númer 17 á leslistanum mínum er bók sem ég hef átti í bókaskápnum mínum í rúmlega tvö ár eða síðan hún kom í minn hlut á litlu bókajólum rithringsins míns árið 2013. Bækur á ensku eru  sjaldnast mitt fyrsta val (Terry Pratchett og Neil Gaiman eru undantekningar frá því), einfaldlega af því mér liggur á að lesa en er hæglæs á enskuna og svo vil ég helst skilja hvert einasta orð í bókunum. Vitandi það var Jóhann, sem lagði þessa bók til í pottinn, með vott af samviskubiti í svipnum þegar ég opnaði pakkann minn og til að bíta höfuðið af skömminni (sem er klisja) sagði hann okkur að bókin væri um unglinga með krabbamein.  Ógreinilegt muldur umhverfis borðið benti til að saga um deyjandi börn þætti ekki líkleg skemmtilesning og Jóhann gerði máttleysislega tilraun til að sannfæra okkur um að bókin væri góð og ekki harmræn, þrátt fyrir efnið. Þar sem ég hef  oft rekið mig á að hann getur verið smekkmaður á bækur, ekki síður en félagsskap í rithringjum, ákvað ég að gefa þessari bók tækifæri og lesa hana í góðu tómi, einhvern tíma. Síðan þá hef ég oft rekið augun í bókina mína, hugsað um að lesa hana þegar tími væri til og gleymt henni svo aftur. Þangað til núna að hún smellpassaði í 17. sætið –  Hver gefur svo sem bók sem hann mælir ekki með?

Eins og hefur komið fram er sagan um unglinga með krabbamein. Þetta er ekki eina sagan um þetta viðfangsefni,  í dönsku áfanga í skóla las ég eina slíka, hún var afar dapurleg, sorgleg á köflum en, eftir á að hyggja, ekkert sérlega sannfærandi, ég veit ekki af hverju. Þessi er aftur á móti fyndin, hlý, sorgleg, heimspekileg, sannfærandi og sönn.

Fyndin af því sögupersónurnar hafa húmor, bæði fyrir sjálfum sér, lífinu og dauðanum. Og það er sannfærandi því krabbameinssjúklingar hafa leyfi til að gera grín að þessu öllu og gera það óspart. Þegar þeir eru í umhverfi þar sem það er óhætt, innan um aðra krabbameinssjúklinga þar sem brandararnir raska ekki ró heilbrigðra.

Hún er hlý vegna þess að persónurnar eru það, þeim er annt hverri um aðra, bæði á eigingjarnan og óeigingjarnan hátt. Hún er sorgleg vegna þess að aukaverkanir dauðans eru svo margar eins og Hazel sögumaður talar gjarnan um, óttinn er ein þeirra.

Hún er sönn vegna þess að hún lýsir líðan og lífi sjúklinganna á raunsæjan hátt, segir frá því sem alvöru fólk finnur, hugsar og segir. „Ég fann alla horfa á okkur, spá í hvað væri að okkur, og hvort það myndi drepa okkur, hversu mikil hetja mamma verður að vera, og allt annað. Það versta við að hafa krabbamein, stundum, eru þessi líkamlegu ummerki  sem aðgreina þig frá öðrum,“ segir sögumaðurinn á einum stað og lýsir þeim óþægindum að geta ekki fallið í fjöldann og valið um það hvort eða hvaða athygli maður fær frá umhverfinu.

Hún er svo margt fleira þessi saga en í grófum dráttum fjallar hún um ungmenni sem fengið hafa krabbamein, sum eru þessi 80% sem lifa af ákveðan tegund krabbameins, önnur þurfa að lifa með krabbameini, enginn veit hvað lengi.

Hazel Grace kynnist strák og kynnir hann fyrir bók. Þetta er góð bók en á hana vantar endirinn, hún hefur engin sögulok, lausu endarnir eru ekki hnýttir og Hazel vill fá að vita hvað verður um sögupersónurnar sem lifa, hún veit nefnilega að aðalsögupersónan í bókinni hennar deyr úr krabbameini þó það sé ekki sagt. En hvað verður um móðurina og kærasta hennar og hamsturinn? Við þessu þarf Hazel að fá svör því þau svör gætu gefið henni von um að fólkið í lífi hennar sjálfrar, faðir og móðir, eigi sér framhaldslíf þó hún deyi. Þjáningar hennar eru nefnilega ekki bara líkamlegar vegna sjúkdómsins og  andlegar vegna óttans sem er aukaverkun dauðans, samviskubitið vegna foreldranna þjakar hana líka.  Og hún er svo heppin að fá upp í hendurnar farmiða til Hollands til að hitta höfund sögunnar. Hann lofar meira að segja að gefa henni svörin sem hún leitar að og hún bankar upp á full vonar um að fá að vita það sem enginn annar í heiminum veit, hvað verður um sögupersónurnar í  bókinni hennar.

Um það leiti sem ég fylgdi Hazel Grace, og stráknum sem hún vill ekki elska til að særa hann ekki þegar hún deyr, til Hollands, ásamt móður hennar, langaði mig til að segja henni að þetta væri ekki hægt, gengi ekki upp. Kannski hefði ég einhvern tíma trúað því að hún fengi svörin en nú veit ég að sögupersónur eiga sér ekki líf eftir að sögunni líkur, enginn höfundur veit hvað tekur við þá. Ekki einu sinni þó klippt sé á söguþráð í miðju kafi, kannski er það þó ekki rétt hjá mér, þegar höfundur sleppir tökunum er líf sögupersónu er undir lesandanum komið.  Þetta langaði mig til að segja Hazel, ekki höfundi hennar því ég vissi að hann vissi, ég vissi bara ekki hvernig hann ætlaði að meðhöndla þetta vandamál. Hann leysti það, ekki á ódýran velgjulegan hátt, og honum tókst á koma mér á óvart og ekki bara í það skiptið.

20150521_232506

Bókum er ekki hollt að týnast bak við rafmagnsþilofna, límið sem heldur þeim saman verður stökkt og þegar þær eru svo nærtækar til að henda í hurðir og þagga niður í erfiðum köttum fer illa. Nú þetta er bara kilja sem ég losa mig við eftir lesturinn, hugsaði ég með mér en að lestri loknum ákvað ég að eiga tætlurnar áfram. Það er svo margt þarna sem ég held að ég þurfi að fletta upp á síðar.

Ég var lengi að lesa þessa bók, ýmislegt fór framhjá mér og kannski misskildi ég annað. Mér tókst að stilla mig um að fletta upp á síðasta kafla til að komast að því hvort Hazel dæi í honum eða ekki. Ég þurrkaði annað slagið tárin, brosti þess á milli og hugsaði um það í lokin að ferð okkar í dauðann hefst strax við fæðingu. Er þá dauðinn aukaverkun lífsins eða lífið aukaverkun dauðans?

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Ein athugasemd

44. ð ævisaga

ð ævisaga lendir í 44 sæti á leslistanum. Þetta er bókin sem ég átti ólesna í bókaskápnum, ég man ekki hvenær hún kom þangað eða frá hverjum, mig grunar þó að ég hafi keypt hana í þeirri góðu trú að þetta væri merkisrit sem allir þyrftu að þekkja. Svei mér þá ef það var ekki rétt hjá mér.

Dauður bókstafur er vakinn upp á 18. öld og allar tilraunir til að kveða hann niður aftur urðu til einskis. Rasmus Rask fékk sínu framgengt og ð er órjúfanlegur hluti nútímaíslensku.

Hér segir frá landnámi ð-sins á Íslandi á þeim tíma sem Íslendingar voru að koma sér upp ritmáli, hvernig það hvarf úr rituðu máli og kom síðan aftur nokkrum öldum síðar. Sagan segir frá svo mörgu öðru, til að mynda hvar annar staðar í heiminum ð er notað. Hún tæpir á þorninu sem er eins og allir vita – jæja, allir sem hafa lært hljóðfræði – sama hljóðið og táknað er með ð, annað er raddað en hitt óraddað, annað kemur aðeins fyrir fremst í orði, hitt aðeins í innstöðu orðs og nú þarf ég að neita mér um að skrifa langan hljóðfræðifyrirlestur.

Mér þótti þessi bók afskaplega ánægjuleg aflestrar og var oft skemmt, eins og í frásögninni af veggjakrotsletrinu sem skreytti plötuumslag Michaels Jacksons og ég get enn hlegið þegar ég lít á það. Aðrir kaflar vörpuðu ljósi inn í sögulega kima sem voru mér ókunnir.

Í alla staði var bókin vel skrifuð (eitt auka „sem“ var að angara mig í lokin), afar áhugaverð og nú skoða ég leturgerðir í ritvinnsluforritinu í tölvunni minni af nýjum áhuga – (engin leturgerð þar er þó með ðinu með þverstrikunum sem komu úr gotnesku leturgerðinni) Þetta er ævisaga sem hélt athygli minni frá upphafi til enda, ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi lesið heimildaskrána af mikilli athygli en ég renndi yfir hana, og mig langaði til að byrja á aftur á fyrstu blaðsíðu bókarinnar þegar sú síðasta var búin.

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Færðu inn athugasemd

6. þar sem vindarnir hvílast

Bók nr. 6 á  lesátakslistanum mínum á að vera  eftir rithöfund sem er innan við þrítugt. Ég setti upphaflega  Eldhafið yfir okkur, eftir Dag Hjartarson í þetta sæti á listann en þegar ég var að dunda mér við bókaskápstiltekt rakst ég á fyrri bók Dags, þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð og ákvað að lesa hana einu sinni enn.
Dagur vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handrit að ljóðabókinni árið 2012 og um leið og ég opnaði þessa bók í fyrsta skipti sannfærðist ég um að hann væri vel að verðlaununum kominn.

Titillin á bókinn endurspeglar innihaldið eins og góðir bókartitlar eiga auðvitað að gera, (kannski er ég að skjóta mig í fótinn núna, en hvað um það) fyrri hlutinn örlítið ljúfsár og tregablandinn, síðar hlutinn hverfist yfir í kaldhæðni. Það svona rétt hvarflar að mér að þetta sé örlítill varanagli eða varnarveggur hjá höfundi, „Allt í lagi, ég er nokkuð einlægur en kannski er það ekki fullkomin alvara, hafðið það í huga við lesturinn“. Mér hefur oft fundist kaldhæðni snúast um þennan varnarvegg, að opna tilfinningalífið ekki alveg upp á gátt, gefa ekki fullkomið færi á sér. Ég verð þó að taka það fram sjálfrar mín vegna að með æfingunni verður kaldhæðnin allt að því eðlislæg og lætur ekki alltaf að stjórn.

Inniheld bókarinnar endurspeglar svo þennan tón titilsins, hér eru einlæg ljóð og önnur  með kaldhæðnum tón. Maður glottir út í annað að möguleikunum á að ísskápur í orkuflokki A+ og sparperur sem lýsa upp stjarnkerfi augna ástarinnar geri elskendurnar að miljarðamæringum í sparnaðarljóð III .  Í ljóðinu hvítt vakir treginn og sorgin á líknardeildinni í Kópavogi en þar sem vindarnir hvílast handan daga og drauma er einhvers að vænta. Hvers er að vænta er alfarið á valdi lesanda því hver lesandi yrkir sinn skilning og  sínar tilfinningar líka inn í ljóðin.

Ég man ekki fyrir víst hvar ég kynntist ljóðum Dags en ég er nokkuð viss um að fyrsta ljóðið sem ég rakst á eftir hann var ljóðið það eru stjörnur  og það var ást við fyrsta lestur. Ég eignaðist svo bókina og kynntist fleiri ljóðum í henni en engu þeirra tókst að ryðja þessu ljóði úr öndvegissætinu þó ég væri stundum á báðum áttum enda toga ljóð Dags í ýmsar taugar tilfinningaskalans, alltaf þó mjúklega.

það eru stjörnur

við lifum inní
dimmbláu eggi

hverja nótt
naga draumar okkar
göt á skurnina.

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Merkt | Færðu inn athugasemd

42. The Arrival, saga án orða

Bók númer 42 á lesátakslistanum mínum á að vera myndskreytt bók og hvað uppfyllir þá kröfu betur en bók sem er bara myndir.

The Arrival er eftir listamanninn, rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn  Shaun Tan sem er fæddur í Ástralíu 1974. Bæði bókin og höfundurinn eru margverðlaunuð og svo sem ekki ástæða til að rekja það hér, upplýsingar um hvoru tveggja eru aðgengilegar á veraldarvefnum.   Svo er líka hægt að fylgjast með honum á bloggsíðunni The Bird King. 

Ég heillaðist af þessari bók í fyrsta skipti sem ég sá hana og varð mér úti um tvö eintök af henni, annað á ég, hitt var gefið. Ég las mitt eintak spjaldana á milli þegar ég fékk hana í hendur  en fannst nú kominn tími til að endurlesa og endurmeta og athuga hvort mér sást ekki yfir eitthvað í fyrstu umferð. Kannski sást mér  ekki yfir svo margt í fyrsta lestri, þó ég væri hálfblinduð af aðdáun yfir því hvernig höfundurinn Shaun Tan fer að því að segja mikla sögu án orða og yfir teiknihæfileikum og hugmyndaflugi hans. Núna hugsaði ég meira um söguna sjálfa, persónur og boðskapinn en minna um teiknihæfileikana Tans.

Shaun Tan segir hér sögu manns sem flytur til framandi lands, skilur konu og barn eftir og freistar þess að hefja nýtt líf á nýjum stað í von um að geta fengið fjölskylduna til sín þegar hann hefur komið sér fyrir og aflað tekna fyrir farinu handa mæðgnunum. Gamalkunnugt stef, ekki satt?

Í upphafi bókar kynnist lesand fjölskyldu sem býr í, því að virðist, venjulegu en The Arrivalfátæklegu umhverfi. Myndirnar gætu sem best verið teiknaðar eftir evrópskum ljósmyndum frá því um miðja síðustu öld. Það eina sem er frábrugðið okkar heimi eru gaddaðir fálmarar sem hlykkjast um götur borgarinnar og varpa skugga á húsveggina.

Undan þessum fálmurum flýr sögupersónan okkar. Hún flytur til nýs heims þar sem allt er með öðru sniði, aðeins mennirnir eru eins og við eigum að venjast, allt annað sprettur upp úr hugarflugi höfundarins. Dýr, blóm, ávextir, grænmeti, farartæki og hús, allt er framandi og einkennilegt í lögun. Þó er fyrirheitna landið fallegt, þar er bjart og enga ógnvekjandi fálmarar ber við himinin yfir höfðum íbúanna.

Í nýju landi er innflytjandinn vegvilltur, þar ef fullt af alls kyns táknum sem hann skilur ekki, alls konar matur sem hann veit ekki hvernig á að borða og þó hann fái húsnæði er hann einn, vinalaus og atvinnulaus, framan af. Hann lætur ekki deigan síga, sækir um The Arrival 2hverja vinnuna eftir aðra, tekur hverju sem býðst og endar að lokum í fastri vinnu við færiband í verksmiðju. Hann kynnist öðrum innflytjendum sem flúðu líka úr ógnvekjandi aðstæðum, flúðu úr klóm þrælahaldara, undan eyðandi innrásarliði eða komu limlestir heim úr stríði,  að heimilum í auðn. Allt þetta fólk hefur komið sér upp nýju og mannsæmandi lífi á ókunnum stað og í lok bókar þegar fjölskyldan er sameinuð sér lesandi litlu stúlkuna segja  nýkomnum innflytjenda til vegar.

Allt þetta er án orða, að minnsta kosti án ritmáls en eins og kenningarsmiðir hugrænna fræða segja þá þurfum við ekki orð til að lesa. Við getum lesið sögur og hugsanir eftir táknum, líkamstjáningu og umhverfi og í þessari bók les ég fallega sögu um að það sé mögulegt að láta vonir um betra líf, lausu undan ógnaröflum, myrkri og skugga rætast. Ef mannkærleikur, samúð og hjálpsemi er til staðar á áfangastað.

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Merkt | Færðu inn athugasemd

Lesátakslisti 2015

Ég rakst á skemmtilegan lista og afar þægilega þýðingu á honum hjá einum þeirra fáu bloggara sem ég hef fylgst með í gegnum árin og bloggar enn. Ég tók listann traustataki og er að hugsa um að finna mér bækur til að lesa á árinu 2015. Bækur sem eru ekki á kennsluáætlun neins námskeiðs.

Listinn er í vinnslu og ég áskil mér rétt til að breyta honum eftir hentisemi minni hvenær sem er en allar ábendingar um heppilegt lesefni eru vel þegnar.

Listinn

1) Bók sem er lengri en 500 bls. -Hér verður 499 bls. bók látin duga.  Reisubók Guðrúnar Símonardóttur, eftir Steinunni Jóhannesdóttur. (lesin í desember 2015, engin færsla enn)

2) Sígild ástarsaga – Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen – Það er kominn tími ti að rifja þessa upp.

3) Bók sem varð að kvikmynd – Hobbitinn eftir Tolkien, síðasta myndin búin og komin tími á söguupprifjun.

4) Bók sem kom út á þessu ári – 2015. Haugbúi, eftir sænska rithöfundinn og blaðamanninn Johan Theorin

5) Bók með tölu í titlinum – Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut

6) Bók eftir höfund yngri en 30 ára – þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð eftir Dag Hjartarson

7) Bók með persónum sem eru ekki menn – Halastjarnan eftir Tove Jansson.

8) Fyndin bók – Vetrarundur í Múmíndal eftir Tove Jansson

9) Bók eftir konu – Stúlkan frá Púrto Ríko

10) Spennusaga – Vetrarlokun

11) Bók með eins orðs titli –Zack

12) Smásagnasafn – Koparakur eftir Gyrði Elísson

13) Bók sem gerist í öðru landi

14) Bók almenns eðlis/nonfiction

15) Fyrsta bók vinsæls höfundar – ?

16) Bók eftir höfund sem ég dái en á ólesna – Eitruð epli eftir Gerði Kristnýju.

17) Bók sem vinur mælir með – The Fault in our Stars, eftir John Green.
Jóhann Þórsson mætti með þessa á litlubókajólin 2013, hún kom í minn hlut en ég hef aldrei komið því í verk að lesa hana. Nú skal bætt úr því, ég reikna ekki með að Jóhann hafi lagt til bók sem hann mælir ekki með.

18) Bók sem fékk Pulitzer-verðlaunin – Vegurinn eftir Cormac McCarthy

19) Bók byggð á sannri sögu – Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson.
Ég er svo sem búin að lesa hana tvisvar áður en af því bókaklúbburinn minn ætlar að taka hana fyrir í janúar er fínt að slá tvær flugur í einu höggi.

20) Bók sem er neðst á leslistanum – sýnist á öllu að Geirmundarsaga heljarskinns lendi hér og verði ekki lesin fyrr en 2016.

21) Bók sem mamma heldur upp á – Mamma vildi ekki mæla með neinni bók.

22) Bók sem hræðir mig – Kata eftir Steinar BragaÉg frétti að lesturinn reitti menn til reiði og ég hræðist þá tilfinningu. í árslok hef ég enn ekki haft mig í að lesa þessa.

23) Bók sem er eldri en 100 ára – Fljótsdælasaga, lesin á haustönn 2015, ásamt Droplaugarsona sögu, Gunnars sögu Þiðrandabana, Vopnfirðingasögu og Harðarsögu og Hólmverja – ætli eitthvað af þeim gangi upp í önnur sæti á listanum.

24) Bók sem er valin út á kápuna – Rökkurbýsnir eftir Sjón

25) Bók sem ég átti að lesa í skóla en las aldrei – Hjartað býr enn í helli sínum/Ósjálfrátt – Þetta eru einu bækurnar sem ég hef svikist um að lesa alveg í heilu lagi. Og í árslok eru þær enn ólesnar.

26) Æviminningar – Svarthvítir dagar, eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur

27) Bók sem ég get lokið við á einum degi – (ég get lokið við flestar bækur á einum degi) (eða einni nóttu)

28) Bók með andheitum í titlinum

29) Bók sem gerist á stað sem mig hefur alltaf langað að heimsækja -hmm, þessa las ég en hver var hún?

30) Bók sem kom út árið sem ég fæddist – Vogrek eftir Guðfinnnu Þorsteinsdóttur (Erlu) (frestað til 2016)

31) Bók sem fékk slæma dóma – vá, þær hafa svo margar fengið slæma dóma.

32-34 ) Þríleikur/bókaþrenna – Divergent þríleikurinn (Afbrigði, Andóf og Arfleifð) eftir Veronicu Roth

35) Bók frá bernskuárum mínum – Kata bjarnarbani.

36) Bók með ástarþríhyrningi – Fljótsdæla saga? Gunnlaugssaga ormstungu?

37) Bók sem gerist í framtíðinni,

38) Bók sem gerist í gagnfræðaskóla/framhaldsskóla. (þessu breyti ég nú bara.)

39) Bók með lit í titlinum – Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur?

40) Bók sem fær mann til að gráta – bíddu nú við, las ég ekki eina svona í haust?

41) Bók með göldrum – Síðasti galdarameistarinn, eftir Ármann Jakobsson – ohh, ólesin enn!

42) Myndskreytt bók – The Arrival eftir Shaun Tan – kominn tími  á að rifja þessa upp.

43) Bók eftir höfund sem ég hef aldrei áður lesið  – Guðbergur Bergsson? (náðarstund?)

44) Bók sem ég á en hef aldrei lesið – ð ævisaga.

45) Bók sem gerist í heimabæ mínum – Maðurinn sem stal sjálfum sér, eftir Gísla Pálsson

46) Þýdd bók –

47) Bók sem gerist á jólunum –  (ætli Aðventa dugi?)

48) Bók eftir höfund með sömu upphafsstafi og ég. – ÁHB þar vandast málið ætli það þurfi að vera allir stafirnir og í réttri röð? (Íslenskt vættatal eftir Árna Björnsson?)

49) Leikrit

50) Bönnuð bók – bönnuð hvar?

51) Bók sem sjónvarpsþáttur/þættir er byggð á

52) Bók sem ég byrjaði á en lauk aldrei – Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón

http://9gag.com/gag/a8bQeNe?ref=fb.shttp://9gag.com/gag/a8bQeNe?ref=fb.s

Birt í Bækur, Lestrarátakið 2015 | Merkt | 10 athugasemdir

Flutt?

Ég er í alvöru talað að hugsa um að flytja hingað. Þegar ég get ekki lengur bloggað á blogger í gegnum Crome er mælirinn eiginlega fullur af Google!

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Ókindarkvæði

Ég á skáfrænda sem var einu sinni lítill og sætur og sofnaði aldrei á kvöldin fyrr en hann var búin að hlusta amk. einusinni á Ókindarkvæðið, þe þegar hann gisti hjá stjúpömmu sinni.

Ókindarkvæði I

Það var barn í dalnum sem datt „onum“ gat
og fyrir neðan þar ókindin sat.
Og fyrir neðan sat ókindin ljót
naumlega náði hún neðan í fót.
Naumlega náði hún neðan í barn,
hún dró það út úr dalnum og dustaði við hjarn.
Hún dró það út úr dalnum og dustaði við fönn.
Ætlaði ég að úr þvi hrykki ein lítil tönn.
Ætlaði ég að úr því hrykki augað blátt,
hún kvað við í kæti og kallaði hátt.
Hún kvað við í kæti ,,Kindin mín góð,
þetta hefur þú fyrir þín miklu hljóð.
Þetta hefur þú fyrir þitt brekastand,
mátulegast væri ég minnkaði þitt dramb.“
„Mátulegast væri ég minnkaði þinn þrótt.“
og ókindin barði það allt fram á nótt.
Ókindin barði það á þeim stað,
þar til um síðir að þar kom maður að.
Þar til um síðir að þar kom maður einn
upp tók hann barnið og ekki var hann seinn.
Upp tók hann barnið og inn í bæinn veik
Og ókindin hafði sig aftur á kreik.
Ókindarkvæðið á enda nú er
Sigrún mín litla sjá þú að þér.

Mamma lærði þessa þulu svona þegar hún var krakki nema tvær síðustu línurnar sagðist hún hafa lært á fullorðinsárum.

Ókindarkvæði II

Það var barn í dalnum sem datt ofaní gat,
en þar fyrir neðan ókindin sat.
En þar fyrir neðan sat ókindin ljót
náði hún naumlega neðaní þess fót.
Náið hún naumlega neðan í barn
hún dró það útum dyrnar og dustaði við hjarn.
Hún dró það útum dyrnar og dustaði við fönn,
ætla jeg að úr því hriti ein lítil tönn.
Ætla jeg að úr því hriti augað blátt,
hún kallað með kjæti og kvað við svo hátt:
Hún kallaði með kjæti: „Kindin mín góð!
þetta hefur þú fyrir þín miklu hljóð.
Þetta hefur þú fyrir þitt brekastát,
maklegast væri jeg minkaði þinn grát.“
„Maklegast væri jeg minkaði þinn þrótt“–
En ókindin lamdi það allt fram á nótt.
En ókindin lamdi það á þeim stað,
þangaðtil um síðir þar kom maður að.
Þangað til um síðir þar kom maður einn,
upp tók hann barnið og ekki var hann seinn,
upp tók hann barnið og inní bæinn veik,
en ókindin hafði sig aptur á kreik,
En ókindin hafði sig ofaní fljót,
og barnið aflagði sín brekin mjög ljót.
Ókindarkvæði endar nú hjer –
en Sigríður litla, sjáðu að þjer.

Þessi útgáfa er talið að Gísli Brynjólfsson hafi skrifað eftir eftir móður sinni Guðrúnu Stefánsdóttur frá Möðruvöllum í Hörgárdal 1898. Ekki er annað að skilja á Gísla en hann hafi talið kvæðið vera eftir Björgu Pétursdóttur frá Ketilsstöðum á Völlum, 1749 – 1839.

Hún er örlítið frábrugðin þeirri sem ég skrifaði upp eftir móður minni og hefur tvær línur sem ekki eru í þeirri útgáfu. [1]

Ókindarkvæði III

Það var barn í dalnum sem datt ofaní gat,
en þar fyrir neðan ókindin sat.
En þar fyrir neðan sat ókindin ljót
náði hún naumlega neðaní þess fót.

Náið hún naumlega neðan í barn
hún dró það útum dyrnar og dustaði við hjarn.
Hún dró það útum dyrnar og dustaði við fönn,
ætla ég að úr því hriti ein lítil tönn.
„Úr því trúi eg að hrykki
eitt auga blátt
hún kallaði af kæti
og kveður svo hátt

Hún kallaði af kæti
kindin mín góð
þetta skaltu hafa
fyrir þín hljóð
Þetta skaltu hafa fyrir þitt brek og stát
maklegast væri að ég minnkaði þinn grát

Maklegast væri að eg minnkaði þinn þrótt
Ókindin lamdi það langt fram á nótt
Ókindin lamdi það í þeim stað
þangað til um síðir
þar kom maður að

Þangað til um síðir
þar kom maður einn
Upp tók hann barnið
og ekki var hann seinn

Upp tók hann barnið
og bar það inn í bæ
Segi ég þér Sigga litla
Sjáðu nú að þér.

Þessi síðast útgáfa er líka úr Griplu, uppsetning greinamerki og stafsetning eins óbreytt en ég á eftir að fara yfir það aftur.

Ég er viss um að þessar gömlu góðu íslensku barnagælur/fælur hafa ómetanlegt uppeldisgildi. Ég tildæmis fékk oft að heyra þessa þegar ég var lítil.

_________________________

Það á að strýkja stelpuna
stinga henni ofan í forina
loka hana úti og lemjana
og láta hann bola étana.

_________________________

Það á að strýkja strákaling
stinga honum ofan í forarbing
loka hann úti í landsinning
og láta hann hlaupa allt um kring.

____________________________

Reyndar fannst mér vera töluvert kynjamisrétti í þessum vísum þegar ég var krakki. Hvers vegna að láta bola éta stelpuna en strákurinn bara látinn hlaupa úti í rigningu og roki?

 [1] JónSamsonarson. (1998). Ókindarkvæði. N’ime M. S. GuðvarðurMárGunnlaugsson (Onye ndezi), Gripla X (ịbe 23-33). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Þetta er enn til

Kannski ég fari að nota þetta eitthvað.

Ég bíð eftir hugljómun.

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Wögur

Ómótstæðilegar köngulær á textilsýningu. Gerir það ekki textilær frekar en köngulær.

Æ, hvað sumir eiga bágt. Ekki gat ég stillt mig um það nema í nokkra mánuði að prófa WordPress bloggumhverfið. Ekki það að ég hafi neitt við þetta að gera og sýnist það ekki vera svo sem neitt betra en það sem ég hef notað undan farin ár. En nýjungagirnin er stundum aðeins um of.

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Jul 11, 2011

<![CDATA[

Samarkand Jul 11, 2011
Samarkand, Uzbekistan

Samarkand, Uzbekistan


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Gudauri

<![CDATA[

Gudauri
Gudauri, Georgia

Gudauri, Georgia


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Gori

<![CDATA[

Gori
Gori, Georgia

Gori, Georgia


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Keflavík-Trier

<![CDATA[

Keflavík-Trier
Trier, Germany

Trier, Germany


Brottför frá Keflavík klukkan 00:45 og á leiðinni á völlinn datt ferðafélögunum í hug að tékka á dagsetningunni á miðunum. ,,Ótrúlega margir ruglast á borttfarardögum þegar þeir fara í næturflug og mæta á völlinn sólahring og seint“ sagið einhver og þó ég væri búin að margtékka á og fara yfir brottfarir og komur fékk ég hnút í magann. Auðvitað var allt í lagi með okkar tímasetningu við mættum fyrir miðnætti 7.júní og flugum út í næturflugi sem lagið á stað 8. júní. Við lentum í Köln rétt fyrir sex og okkur til mikillar undrunar var ekkert tékk á farþegum við komu, ekki skoðuð vegabréf og ekkert tollhlið. Einn þriðji af hópnum var í nikótíninu og þurfti að taka beint strik út undir bert loft til að reykja. Ég verð ánægðari með það með hverju árinu að vera laus við nikótínharðstjórann. Bílaleigan var ekki opnuð fyrr en klukkan níu og við röltum upp og niður flugstöðvarbygginguna sem var að mestu mannlaus, ein kaffisala var þó opin og við fengum okkur þunnt kaffi og lögðum okkur síðan á bekki til að reyna að blunda þangað til bíllinn yrði afgreiddur. Sem betur fer tókst mér að dotta aðeins því ég hafði ekki sofið dúr í vélinni. Bílnum náðum við svo út með herkjum, misskilningi og tungumálaerfiðleikum um leið og Hertz opnaði en eitthvað voru kreditkortin að stríða okkur svo við enduðum með að sleppa viðbótartryggingunni á bílinn. Þegar bíllinn var fundinn var GPS tækið tekið upp úr handfarangri og nú kom í ljós að festingarnar til að halda því á góðum stað fyrir framan bílstjórann höfðu orðið eftir og það vakti ekki mikla ánægju bílstjórans sem nú var búinn að vaka í sólahring. Við leystum þett með því að ég hélt á tækinu og endursagði allar þess skipanir til öryggis. Við kunnum að sjálfsögðu ekkert á tækið og til að sjá hvernig það virkaði var ekki annað en komast út þar sem það náði gerfihnattasambandi og setja svo inn einhvern tilraunastað. Ég var með útprentaðar upplýsingar af ferdalangur.net og á einu blaðinu var staður á mótum Rínar og Mósel lofaður í hástert svo ég lagði til að við settum þetta nafn inn og skoðuðum svo eftir einvhern akstur hvort við héldum áfram þangað eða hvort það væri of langt úr leið því leiðinni var jú heitið eitthvert nálægt Svartaskógi. Ég hafði bent Ellu á að kaupa frekar landakort úti en í Leifsstöð en þar klikkaði ég herfilega því það voru engin kort eða bækur sjáanlegar til sölu á flugvellinum. GPS tækið lóðsaði okkur út af vellinum og inn á þjóðveg, ég átti von á að við færum yfir Rín og inn á þær slóðir sem ég var búin að vera að skoða á korti en stefnan var tekin með vinstri bakkanum í suður átt. Eftir nokkurn misskilning og aftur misskilning höfðum við ekið einhverja tugi kílómetra og ekki stoppað nema einu sinni við útskot þar sem við gátum reykt og keypt jarða- og kirsuber allt eftir smekk hvers og eins. Nokkrir kílómetrar voru eknir í viðbót og í stað þess að fara yfir ána á brú vorum við stödd við ferjulægi og ég var farin að átta mig á þvi að við þyrftum að fara betur yfir stillingarnar í leiðsögutækinu. Yfir fórum við og snerumst nokkra hringi í hæðum og hlíðum áður en við komum inn í lítið þorp þar sem ,,Resturant“ blasti við okkur og við ákváðum að nú skyldi tekið matarhlé enda klukkan orðin hálf tólf.


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

20. maí og síðasti dagur fyrir heimferðina

<![CDATA[

20. maí og síðasti dagur fyrir heimferðina
Yerevan, Armenia

Yerevan, Armenia


20. maí (dagurinn fyrir heimferð)Ekki getum við verið án þess að kíkja á eina eða tvær kirkjur í ferðalok en sem betur fer eru þær bara örskotsferð út frá Yerevan. Við þá fyrri stendur karlmaður og flautar á hvítar og brúnar dúfur sem hnita hringi um kirkjuturninn. Þær þekkja merkið og koma í morgunmat á stéttina, sennilega fá þær morgunmat í hvert sinn sem túristarúturnar koma að kirkjunni því rétt á eftir okkur er önnur rúta og þá er sýningin endurtekin. Sýningin enda góð og ég geri mitt besta til að ná öllu saman á mynd. Kirkjan er eins og aðrar kirkjur í Armeníu, gömul, hlaðin og hlaðin átrúnaði sem er svo þykkur að maður finnur þyngdaraflið aukast innan við dyrnar. Í kjallaraherbergi í þessari kirkju er skrautleg kista með líkamsleifum konu sem var grýtt í hel fyrir einhverjum öldum fyrir það að neita að giftast e. konungnum. Mér verður hugsað til kynsystra hennar sem eru grýttar til bana í dag fyrir engu meiri sakir og enginn leggur í skrautlegar steinkistur með ámáluðu loki og hefur þær til skýja sem píslarvotta. Sem þær þó eru engu síður en þessi. Kirkja númer tvö er staðsett í heilmiklu fræðasetri prestaskóla og pretláta, sennilega biskupssetrið þeirra þarna. Ég nenni ekki inn í kirkjuna og nenni ekki heldur að hlusta á leiðsögumanninn, sit bara úti í sólinni og mynda allt sem hreyfist og líka það sem ekki hreyfist. Við bíðum eftir prósesíunni sem lætur bíða eftir sér og að lokum missir Foringinn þolinmæðina og stefnir hópnum í átt að rútunni, ég sig eftir á mótþróaskeiðinu en þori ekki öðru en rölta af stað og reyna að hafa augun í hnakkanum, tilbúin að snúa við ef prósesían skildi nú koma út úr fylgsnum sínum. Það gerist ekki og ég rölti eftir hópnum. Mér til mikillar mæðu er hópurinn allur komin inn í enn eina minjagripaverslunina og ég er ekki í nokkru stuði til að berjast um fersentimetraplássið við afgreiðsluborðið, svo ég stilli mér upp úti við hliðina á Einfaranum sem ekki fer inn í minjagripabúðir frekar en fyrri daginn. Þegar við heyrum svo kirkjuklukkurnar taka lagið á bak við okkur og engin af félögunum er farinn að tínast úr út sjoppunni ákveðum við að hlaupa sem leið liggur aftur að kirkjunni og kíkja eftir biskupi með alla sína preláta í prósesíu (ég vona að þetta sé rétt skrifað, en það skiptir svo sem ekki öllu máli) og sjá okkur hlotnast sú upphefð að sjá presta á hinum ýmsu stigum metorða ganga í heiðursgöngu á undan biskupi yfir torgið og inn í kirkjuna. Biskup blessar fólk í bak og fyrir á göngu sinni en ég læt mér nægja að tylla mér upp á fótstykki næstu súlu og miða vídeo vélinni á skarann. Næ ágætis skotum og fer sátt yfir í rútuna. Á leiðinni til Yerevan komum við svo við í hofsrústum frá heiðni, enn hlusta ég ekki á fræðilesturinn enda orðin löngu mett af fróðleik. Nota önnur skynfæri en eyrun til að meðtaka staðinn, sólina, vindinn, gróðurinn og ilminn af nýslegnu grasi og þegar ferðafélagarnir rekast á maur með stóra bjöllu í eftirdragi heyrist kallað ,,hvar er Hafrún“ og geri það auðvitað fyrir þau að mynda maurinn meðan hann kjagar áfram með þennan óhöndulega farangur þar til hann dettur framm af veggnum og ég sé hans sögu ekki lengur. Eftir hádegið er svo frjáls dagur í Yerevan og þann tíma nota flestir til að fara á markaðinn. Markaðurinn er nk Kolaport, nema þessi er utandyra undir ótal bláum plashimnum, mörgum sinnum stærri en íslenskip flóamarkaðurinn og þarna er selt handverk í margra kílómetra löngum röðum. Ég rölti umm, kaupi sitt lítið af hverju. Velti því alvarlega fyrir mér að kaupa belti út tré, meira að segja sylgjan á því er úr tré og ég þyrfti ekki að vera að rífa af mér beltið þegar ég fer í gegnum öryggishliðin á flugvöllunum ef ég væri með þetta, hugsa ég með mér. Sleppi því nú samt og læt líka tannlækningatækin og skammbyssuhlustrin eiga sig, dúkur, sjöl, krossar og annað smálegt ratar nú samt í hendur mínar áður en ég fer heim á hótel aftur. Ég ygli mig aðeins framan í sjálfa mig yfir þeim ódugnaði að hafa ekki labbað meira um borgina og skoðað mig um á eigin spítur en það þjónar engun tilgangi. Allt hefur sinn tíma og í þessari ferð var ekki minn tíma til að rölta ein í ró og næði um götur og stræti ókunnra borga. Við borðum kvöldmat snemma, klárum að pakka og reynum að ná okkur í nokkurra tíma blund fyrir flugið.


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

19. maí: Klausturferðir og Ararat

<![CDATA[

19. maí: Klausturferðir og Ararat
Yerevan, Armenia

Yerevan, Armenia


19. mai: Klausturferdir og AraratVedurstofa Armeniu spadi solskini og 23-27 stiga hita i Yerevan i dag og thrumuvedri i kvold. Hitastigid og solskinid gekk eftir en thrumuvedrid ekki. Annars eyddum vid deginum i rutuferd, klaustur-, kirkju- landamaera og fjallsaskodum. Stefnan var tekin i atta ad Tyrknesku landamaerunum sem eru 240 km long og theirra er gaett af russum, hatrid a tyrkjum er gifurlega sterkt herna og eg velti tvi fyrir mer hvort thad se svo sterkt ad armenar geti ekki einusinni hugsad ser ad horfast i augu vid ta yfir landamaerin. Thad er serstok upplifun fyrir folk af eylandi ad sja turnana og girdingarnar medfram landamaerunum og handan vid thau gnaefa thessi tignarlegu fjoll sem einusinni tilheyrdu Armeniu, Ararat og Litla- Ararat. Vid nutum utsynisins yfir landamaerin langleidina i klaustur sem eg er ekki med nafnid a ( eg verd ad fara ad hafa dagskrana med mer i bloggherbergid tvi nofnin her eru ekki thessleg ad eg geti lagt tau a minnid) og vid eitt thorpid sem vid okum i gegnum fengum vid ad sja fjoldan allan af storkahreidrum upp a rafmagnsstaurum, ad sjalfsogdu fengum vid myndastopp, thirptumst ut og myndudum i grid og erg. Fengum meira ad segja ad fara upp a troppur a husi vid gotuna til ad na betra sjonarhorni. Gamall madur stod nedan vid troppurnar og brosti ad atganginum, hann reyndi ad tala vid mig um USA thegar eg kom nidur en hlo bara thegar eg sagdi honum a hreinni islensku ad a Islandi vaeru engir storkar og med thad for eg aftur inn i rutuna. Vid okum yfir haedir og hola og gegnum ogrulegt gil thar sem sast bara beint upp i heidan himininn og inn i hellakaffi sem er greinilega vinsaelt af fuglaskodurum. Thar keyptum vid okkur te og sumir keyptu tebollana lika. Klaustrid sem vid skodudum svo er endurreist amk ad hluta eftir jardskjalfta a 19 old, ekki nadi eg tvi hvad mikill hluti thess er uprunalegur en eftir skreytingunum a kirkjunni ad daema er hun ad minnstakosti med upprunalegum steinum enntha. Thetta var ogrulegt umhverfi, eydimerkurgrodur i hlidunum og dokkraudir hair sandsteinshamrar ofan vid klaustrid. Okkur var bent a ad til ad sja ,,stormerkilega efrihaed kirkjunnar tyfrtum vid af labba upp eftir troppum sem lagu med huslididinni, handridslausum og ekki nema ca 60 cm breidum. Leidangursforinginn lagdist eindregid gegn theirri skodunarferd en thegar Doktorinn var komin halfa leidina upp tilkynnti hun ad thetta faeru menn a eigin abyrgd og af thvi eg a vid akvedid vandamal ad strida sem ekki verdur skilgreint her, aeddi eg upp a eftir henni. Uppgangan var litid vandamal en i efstu troppu for eg ad velta fyrir mer nidurferdinni og tha for mig ad svima. Eg skodadi nu samt turninn og skreid svo afturabak nidur troppurnar med litlum glaesibrag. Eftir kirkjuskodun og myndatoku a allar thaer velar sem eg hef yfir ad rada forum vid i mat a veitingahusi sem stendur i thessu onatturulega gili. Thar eins og annarstadar i Armeniu fengum vid turistautgafu af tjodarrettunum og vorum ekki osatt vid thad. Á heimleiðinni bætti ég mér upp svefn sem ég hlýt að hafa misst af í nótt, alveg þangað til okkar skörunglega leiðsögumanni datt í hug að lesa fyrir okkur armenska brandara. Ég held að enginn hafi hlegið enda brandarar sjaldnast fyndinir þegar þeir eru lesnir upp af blaði í belg og biðu. Komum snemma heim á hótel, borðuðum snemma og 20 íslendingar drifu sig svo á leiksýningu meðan 4 sátu við barinn á hótelinu og ræddu landsins gagn nauðsynjar. Mér finnst nóg að fara í eitt leikhús í svona ferð og er satt að segja komin í þörf fyrir rólegheit og einveru.


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Frá Georgíu til Armeníu

<![CDATA[

Frá Georgíu til Armeníu
Yerevan, Armenia

Yerevan, Armenia

Yfirgaf Georgiu med sorg i hjarta i gaer og helt yfir til Armeniu. Vid attum von alveg eins von a langri dvol a landamaerunum en tad gekk nu svona thokkalega fyrir sig.Tad er ekki long keyrsla fra Tblisi ad landamaerunum og vid bidum i dagoda stund Georgiu megin eftir leyfi til ad halda inn a einskismannslandid. Thegar tad var veitt for Leidangursforinginn med oll vegabref og umsoknir um aritanir sem buid var ad fylla ut med godum fyrirvara skv. ollum reglum og afhenti taer i ohrjalegum steinsteypu skur vid veginn. Vid hin fengum ad draga okkar toskur afram yfir landamaerin og stilla teim upp vid rutuna sem beid eftir okkur og sidan var okkur meira ad segja leyft ad fara i te a moteli tarna vid landamaerin. Sem vid og gerdum og letum adra hafa ahyggur af okkar aritunum og stimplum. Vid drukkum kaffi og kok og te og bidum og bidum og tokum ollu af mikilli tolinmaedi. Thegar vegabrefin foru svo ad tinast i hendurnar a okkur med thessum lika fina stimplinum fengum vid sogu af vegabrefsaritunum i thessu litla landi sem telur trjar miljonir og thrjuhundrud tusund ibua. Sagan var eitthvad a thessa leid: Vegabrefin afhent gegnum lugu a skur sem er reyndar mun betur utlitandi en Georgiuskurinn, thar tekur vid theim madur sem fer raekilega i gegnum allar upplysingar a eydubladinu v. aritunarinnar og fer sidan raekilega i gegnum vegabrefin sjalf og skrair nidur i kladda upplysinar ur theim. Ad tvi loknu stimplar hann vegabrefin og afhendir tau naesta manni sem fer einnig i gegnum allar upplysingar og hringir thaer sidan i embaettismann i oryggiseftirlitinu og ad tvi loknu hverfa vegabrefin ur augsyn Leidangursforingja inn i annad herbergi i hendur 3 starfsmanns sem ad thvi sem vid best vitum er starfsmadur leynithjonustunnar og thad eina sem their segja med jofnu millibili medan a thessu stendur er ,,no problem, no problem,, Thegar vid svo erum komin med okkar vegabref faum vid ad leggja af stad inn i Armeniu i fylgd ,,mjog oruggs,, rutubilstj’ora og leidsogumanns sem heitir Nachaganus (tek enga abyrgd a thessari stafsetningu frekar en annari stafsetningu her) Thessi maeta kona hefur herfilegan hreim og eg a i mestu vandraedum med ad skilja hvad hun er ad segja en vid okum milli harra haeda og fjalla inn i thronga dali og gljufur. Fyrsta stopp er i bae ekki langt fra landamaerunum, thetta er koparvinnslu svaedi og rustir af gomlum verksmidjuhusum sem na fyir marga ferkilometra eru ekki upporvandi sjon. Maturinn er samt agaetur og nu erum vid i adlogun fyrir heimamatinn tvi vid faum bara 3 retti en thad kvartar svo sem enginn undan tvi. Ad matnum loknum foru vid i okkar fyrstu klaustur og kirkjuskodun i thessu fjollotta landi og skodum Hagarty (laga stafsetningu sinna) sem er a heimsmynjaskra UNESCO. Tad er audvitad eins og adrar kirkjur og klaustur her a svaedinu mognud upplifun og fornir veggir, thykkir og thungir hafa sina sogu ad segja og geyma vissulega adra menningu en i hinum tveimur londunum. Ad kirkjuskodun lokinni er haldid af stad a hotelid sem vid eigum ad gista i fyrstu nottina, thad er vid Sevanvatnid og vid okum aftur i gegnum koparthorpid og upp i fjollin og yfir fjollin og gegnum fjollin thar til vid komum ad vatninu og tha eru bara 70 km eftir a hotelid. Vid erum oll ordin threitt a keyrslu og hlolkkum til ad komast i hvild. en eftir ca 35 km akstur stoppar bilstjorinn rutuna og fer ad skoda u;ndir hana. I maelabordinu blikkar rautt ljos og frodir menn fullyrda ad nu seu loft;pudarnir undir rutunni biladir enda rutan buin ad vera eins og leleg drattarvel a vegunum sidustu km. Bilstjorinn talar i simann i miklum mod og oftast er hann med tvo sima sitt vid hvort eyrad og talar i bada, milli thess sem hann talar fer hann med skip;tilykil undir bilinn og eftir langt stopp fer hann af stad aftur og vid keyrum i solarlaginun id 2000 m. haed medfram Sevanvatni thar til vid komum ad steinlogdu luxushoteli thar sem kvoldmatur bidur okkar klukkan ad verda 10 ad kvoldi. Vid thurftum ad faera klukkuna fram um 1 tima thegar vid komum inn i Armeniu og erum tvi 5 timum a undan Islandi. Tad var ljuft ad skrida undir saengina thetta kvold! .

 

Birt í Ferðalög | Færðu inn athugasemd

18. maí og rólegur dagur í Yerevan

<![CDATA[

18. maí og rólegur dagur í Yerevan
Yerevan, Armenia

Yerevan, Armenia


18 mai og rolegur dagur i YerevanI dag attum vid rolegan dag i Yerevan og skodudum engar kirkjur eda klaustur. Tho er ekki thar med sagt ad vid skodudum ekekrt tvi vid byrjudum daginn a ad fara a handritasafn theirra armena sem er i miklu og nylegu husi. Thar sem eg er litid fyrir ad standa i kosinni fyrir framan leidsogumanninn og reyna ad greina hans ord fra ordum theirra sem eru ad fraeda naesta hop og tharnaesta renndi eg af sjalfsdadum fyri skapa og pult og las a nokkra mida, thad eina sem eg man er ad fyrsta bokin a Armensku var prentud 1512 og hun var prentud i Feneyjum eftir thvi sem einn betur hlustandi ferdafelagi sagdi mer eftir a. Eg var svolitid hissa a hvad menn eru kaerulausir med sin fornu handrit her, morg theirra eru nokkurhundrud arum eldri en okkar en medan vid hofum okkar i myrkri thar sem rett tyrir a raudu ljosi svo madur geti greint stafina og gamalt ledrid eru thessi hofd i skjannabjortu rymi med fluorljosum i skapunum og ohefdum adgangi dagsljossins. Sinn er sidur i landi hverju med thetta eins og annad. Mer tokst ad kaupa mer smavegis af minjagripum adur en vid forum ad skoda koniaksverksmidju i borginni. I Ararat verksmidjunni saum vid risastorar amur sem koniakid er geymt i a einhverju stigi framleidslunnar og nu eins og fyrr kom min lelega enskukunnatta ser illa og eg nadi ekki nema hluta af thvi sem stadarleidsogumadurinn sagdi okkur um framleidsluferlid. Eg attadi mig nu samt a ad koniakid er latid verkast i eikaramum og tho nokkur hluti af tvi gufar upp i gegnum timbrid enda la koniaksilmurinn i loftinu svo mer thotti eiginlega nog um. Tharna voru tunnur merktar hinum og thessum fyrirmennum, td. Jeltsin og odrum forsetum sem hafa komid i heimsokn og ekki veit eg hvenaer a ad drekka thad en ein tunna stod tharna einmanna og stok med otal eiginhandararitunum en thad er fridartunnan og i henni a ad standa thar til fridur verdur saminn milli Armeniu og Azerbajan. Eg vona thessara tjoda vegna ad thetta brandy verdi ekki 70 ara. Eins og sannir islendingar versludum vid svo i verslun stadarins thegar skodunarferd var lokid og thar sem verslunin var dagod fekk Leidangursforinginn vinflosku ad gjof fyrir ad koma med thessa peningaglodu ferdamenn. Eg versladi ad sjalfsogdu minn tokk tharna og mer til mikillar anaegju seldu their lika hvitvin fra Georgiu svo eg get stadid vid lofordi um ad koma heim med hvitvin fra vinframleidslulandinu Georgiu og brandi fra Armeniu. Eftir thessa ferd forum vid i heldur dapurlegri skodunarferd um minningarsafn um fjoldamord tyrkja a armenum 1915. Ofogur sjon thad og dapurlegt til thess ad hugsa ad oareyttir i skjoli fyrri heimstyrjaldar hafi tyrkir geta brent, skotid, hengt, svelt og pyntad i hel 1.5 miljonir armena. Kiktum vid a graenmetismarkadi og versludum auvitad smavegis af hnetum, sem eru ju raektadar her, rusinum og aprikosum. Kvoldmatur a eftir og vaentanlega afmaeliskaka thvi ferdafelagarnir eldast odum og thetta er tridja afmaelid i ferdinni.


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Gareije

<![CDATA[

Gareije
Georgia, Georgia

Georgia, Georgia


Allir um borð í rútuna eina ferðina enn og nú er ekið í vesturátt og út í það sem hér er kallað eyðimörk. Reyndar tekur Soffía fram að hér hafi fyrr á öldum verið talað um eyðimörk þar sem engir byggju og þessi eyðimörk s´varla nema semi eyðimörk. þett svæði nokkru sunnar en það sem við fórum um þegar við komum frá Azerbaijan er mikið vínræktarsvæði og sjálf eyðimörkin er hvanngræn yfir að líta, grænar hæðir og hólar eins langt og augað eygir. En þarna rennur ekkert vatn, engir læki að árfarvegir sjást og þær tjarnir sem sjást eru að sögn mjjög saltar. Sjálfsagt verður svæðið gullt og þurrt þegar líður á sumarið. Einstaka íslendingur brosir örlítið yfirlætislega og segir ,,svo þetta kalla þeir eyðimörk“, þykjast sjálfsagt hafa séð eyðilegri eyðimerkur. Svæðið heitir Gareja og þar stendur klaustur sem var stofnað af heilögum Dvíð á 6 öldog kallað Davidgareja klaustur. Eftir langan akstur eftir þröngum og holóttum sveitavegum þar sem rútan rekur amk. einusinni afturendann niður og maður bíður eftir að toppurinn rifni af undir brúargólfum komum vð upp í hæðirnar og leiðin liggur framhjá litlu þorpi sem virðist að mestu vera í eyði. Flest öll húsin eru tvílyft og steinsteypt, grá og litlaus. Bygingarlagið innir mig á mörg hús sem voru byggð á Íslandi 1950-60, tvílyft með utanályggjandi steintröppum. Neðrihæðin hálfniðurgrafin. Algeng sjón í sumum íslenskum sjávarplássum. Skýringin á þessu þorpi sem virðist svolítið út úr kú þarna í eyðimörkinni er sú að yfirvöld á sovéttímanum fluttu fjallabúana niður á sléttuna og byggðu yfir þá þar. Flestir fjallammennirnir eru fluttir aftur upp í fjöllin segir Soffía okkur. Utan í löngum klettarana frammundan sjást byggingar og þessi klassísku varðturnar í hæðunum í kring. þarna er klaustrið komiðö og við göngum upp og inn í herlegheitin. klaustrið er sambland af hlöðnum byggingum og hellum. Kirkjan sjálf er neðsti hluti hárrar byggingar sem er hlaðin utan í klettaveggina og er að stórum hluta houð inn í klettinn sjálfan. Þar er gröf stfnanda klaustursins sem fór til Jerúsalem í pílagrímsferð og hirti 3 steina úr múrnum helga eða einhverjum öðrum helgum stað og ætlaði að hafa með sér heim til minja. Þegar hér var komið sögu ætlaði ég að leggja á minnið afganginn af sögunni og skrifa niður við tækifæri en það tækifæri leið hjá og í minnisstöðvum í mínum heila vottar ekki fyrir sögulokunum. En söguna um steinana þrjá og amk eina til (og kannski eina enn) fengum við að heyra af Heilögum Davíðog að því loknu hefst ganga á brattann. Eitthvað finnst okkur óljóst hvað að fara langt og leggjum því öll af stað nema aldursforsetinn sem er með stífan lið og leggur ekki fjallgöngur. Fljótlega sjá töv í viðbót sitt óvænna og ákveða að halda ekki lengra, við hin teljum kjark hvert í annað og höldum að þá mundi vera auðveldara að fara upp á hæðarbrúnina og niður hinumegin en snúa við eftir hálum, leirugum stígnum sem okkur er uppálagt að halda okkur á til að forðast snáka. Við ýtum, togum og leiðum þau elstu og hægt og bítandi þokast lestin upp á við. Þegar upp á brúnina er komið áttum við okkur á því að við ætlum niður hunumegin en þó ekki nema rétt niður fyrir brúinina en eins og ivð fréttum seinna erum við komin yfir landamærin við það og og það finnst okkur í þessum landamæralausu íslendingum stórmerkilegt. Vestan í hæðinni eru sandsteinsklettar og í þá hefur verið höggvið heilt klaustur sem er nú að stórum hluta hrunið og þar er eins og annarstaðar málað yfir freskurnar af kommúnistum. Þar sem fylkingin lötrar meðfram klettunum drögumst ivð nokkrar aftur úr og sinnum vökvalosun inni i´einhverjum hellinum. Háöldruð amma kveður upp úr mað það að allt þetta príl og klifur hafi þó gert henn það gott að nú sitji hún á hækjum sér eins og unglamb. Við fréttum svo utan að okkur að þessi fíni og stóri hellir sem við völdum okkur sé fornt bókasafn klaustursins og forðum okkur á eftir hópnum áður en nokkur kemst að því hvaða óvirðingu við höfum sýnt af okkur. Lofthræðsla, þreyta og óánægja með erfiða göngu bitnar á leiðsögumanninu sem er ekki alveg að átta sig á hversu erfitt þetta var fyrir stóran hluta hópsins og þett sama veldur því að við förum bara tævr hærra upp í klettana og sjáum þá þar það merkilegasta og heillegast í ferðinni, matsal klaustursins skreytt freskum frá 6. og 9. öld og einkennilegu borðin sem legið var á hnjánum við og hver diskur settur í rauf á borðinu. Munkarnir áttu ekki að sjá yfir bríkina milli diska svo menn væru ekki að bera saman skammtinn sinn. Við náum hópnum eftir þessa skoðun, prílum up á klettabrúina með hjálp einkennisklæddra manna sem birtast okkur þarna óvænt. Þetta reynist ekki svo óvænt eftir allt saman því þarna eru komnir tveir landamæraverðir á vakt og þeir leiðbeina okkur aftur inn í Georgíu. Ég má ekki mynda þá frekar en aðra landamæraverði. Leiðin liggur nú niður á við eftir þröngum moldarstíg sem er ekki eins auðveldur yfirferðar og hann virtist vera úr fjarlægð en öll komumst við niður og í rútunni biður nestið eftir okkur. Seinnipartinn erum við komin aftur til Tblisi og enn bíður okkar nýr veitingastaður með svipuðu veisluborði og þeir fyrri en þessi hefur til viðbótar heldur háværan söngvara sem nýtur þess að heyra í sjálfum sér. Okkur finnst hávaðinn í símalandi hópnum okkar yfriðnægur


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd

Mtskheta

<![CDATA[

Mtskheta
Mtskheta, Georgia

Mtskheta, Georgia


Myndir koma seinna


]]>

Birt í Óflokkað | Færðu inn athugasemd