32-34 Afbrigði, Andóf, Arfleifð

„Hugrekki flest í því að takast á við hversdaginn, harka af sér sársaukann og reyna að hundsa gínandi tómið innra með sér. Þeð er ein leið, ein gerð hugrekkis.“ Þessi athugsemdi er efst á blaði í þeim punktum sem ég hripaði niður meðan ég las þríleikinn Afbrigði, Andóf, Arfleifð í einni striklotu í janúar síðstliðnum. Síðan eru liðnir margir mánuður, hugsanir mínar um efni bókanna horfnar út í norðanvindinn og ég man ekki lengur hvort þetta er mín orð eða höfundar. Eitt er ég þó viss um og það er að tilefnið eru tilfinningar, sársauki, vonir, þrár og örlög sögupersónanna.
Síðan hripaði ég niður „Það deyja margir í þessari sögu (og hér tala ég um allar þrjár bækurnar sem eina sögu) og það drepa margir í henni. Bæði þær sögupersónur sem manni fer að þykja vænt um og þær sem maður er lítið hrifinn af. Hér eru þó fáir alslæmir og fáir algóðir, bara mannlegir. Ólíkt mörgum spennusögum af þessu tagi finnst gott og slæmt í einni og sömu persónunni.“
Niðurstaðan? Tilraunir til að rækta nothæft mannkyn með aðferðum erfðafræðnnar eru dæmdar til að mistakast, það liggur í mannlegu eðli.
Við þetta er aðeins einu að bæta: Um margt minnir þessi þríleikur á Hungurleikaseríuna en þessi saga hefur meiri dýpt, betri persónusköpun.

Ég velti því fyrir mér hvort ég sé að svíkja það heit mitt um að blogga um hverja einustu bók af þessum 52 sem ég lofaði að lesa í ár ef ég afgreiði hér þrjár í einu. Ég get ekki gert það upp við mig en hef samviskubit og ef því linnir ekki fyrir 31. desember 2015 verð ég bara að skipta þessu upp í þrjár umfjallanir.

Um hafrun

Íslenskufræðingur, ritlistarnemi og áhugamaður um allt milli himins og jarðar - eða hér um bil.
Þessi færsla var birt undir Bækur, Lestrarátakið 2015. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s